Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 07:05 Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira