Eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, Mark Cuban, er moldríkur og hefur upplifað ýmislegt á skrautlegum ferli.
Hann var í viðtali á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út í kosti þess að vera ríkur. Cuban sagði þá vera marga.
Cuban gerði eitt sinn sérstakan samning sem gerði honum kleift að fljúga á fyrsta farrými hvenær sem er með öllum flugfélögum heimsins.
Hann mátti alltaf fá tvö sæti á fyrsta farrými. Ef það var allt uppbókað þá bar flugfélögunum að henda einhverjum tveimur úr vélinni.
Á sínum yngri árum átti Cuban það til að slá um sig með þessum passa.
"Ég átti það til að fara á skemmtistaði í LA og stinga upp á að við færum eitthvert. Til Las Vegas eða bara hvert sem er. Eitt sinn er ég tók skyndiákvörðun að fljúga þá sé ég Magic Johnson koma brjálaðan út úr flugvélinni. Hann hafði verið fórnarlambið mitt að þessu sinni og það hjálpaði mér að líta enn betur út í augum stúlkunnar sem ég hafði boðið með mér," sagði Cuban.
Þegar Cuban lét henda Magic Johnson úr flugvél

Mest lesið


Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn

Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn


