Ætlum að vinna alla titla sem eru í boði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2014 06:00 Aron er með mörg járn í eldinum, en auk þess að vera þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta stýrir hann danska liðinu Kolding. fréttablaðið/Daníel Aron Kristjánsson situr ekki auðum höndum. Auk þess að þjálfa íslenska karlalandsliðið í handbolta stýrir hann KIF Kolding København sem er handhafi allra þeirra titla sem í boði eru í Danmörku. Aron tók við Kolding eftir að EM í Danmörku lauk vegna veikinda þáverandi þjálfara liðsins. Undir stjórn Arons varð Kolding bikarmeistari eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg og danskur meistari eftir tvo sigra á Álaborg í úrslitaeinvígi. Kolding hélt uppteknum hætti með því að vinna Álaborg í leiknum um danska Ofurbikarinn í lok síðasta mánaðar. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Aron að Kolding myndi hvergi slaka á í vetur. „Markmiðið er að vinna alla titla sem í boði eru hér í Danmörku. Við erum tvöfaldir meistarar og stefnum áfram hátt,“ sagði Aron sem gerir ráð fyrir því að Kolding muni berjast um danska meistaratitilinn við Álaborg, Skjern, Team Tvis Holstebro og Bjerringbro-Silkeborg.Mikil meiðsli Aron hefur verið í töluverðum vandræðum vegna meiðsla leikmanna Kolding sem situr í efsta sæti dönsku deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir: „Það voru leikmenn, sem voru búnir að vera meiddir í lengri tíma, sem við héldum að væru orðnir klárir þegar við hófum undirbúninginn en voru ekki í því ástandi sem við bjuggumst við,“ sagði Aron. Til að mynda eru Kim Andersson og Kasper Irming, báðar hægri skyttur liðsins, að stíga upp úr langvarandi meiðslum, auk þess sem Lasse Boesen hefur lent í miklum hremmingum. „Þegar Boesen var að koma aftur eftir erfiða axlaraðgerð fékk hann gigtarsjúkdóm, þannig að hann gat ekkert gert í langan tíma. Andersson spilar bara vörnina hjá okkur, en hann getur lítið skotið á markið, og Irming er hægt og rólega að koma til baka eftir krossbandaslit,“ sagði Aron og bætti við: „Svo fór Lasse Andersson, ungur strákur sem spilar vinstra megin fyrir utan, í aðgerð í sumar vegna langvarandi hnémeiðsla. Hann verður vonandi klár um næstu mánaðamót. Og svo fékk varnarjaxlinn Lars Jørgensen skot í höfuðið gegn Álaborg og gat þar af leiðandi ekki verið með okkur í síðasta leik gegn Skanderborg.“Viljum gjarnan komast lengra Kolding er meðal þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu, en Aron og félagar drógust í sterkan riðil; með spænska stórveldinu Barcelona, Besiktas frá Tyrklandi, pólska liðinu Wisa Pock, Alingsås HK frá Svíþjóð og ríkjandi Evrópumeisturum Flensburg. Aron segir að fyrsta markmið sé að komast upp úr riðlinum: „Fyrst er að komast upp úr þessum sterka riðli. Við komumst í 16-liða úrslit í fyrra (þar sem Kolding tapaði fyrir Metalurg Skopje) og viljum gjarnan komast lengra í ár.“ Aron bætti þó við að það gæti reynst þrautin þyngri ef liðið yrði í jafn miklum meiðslavandræðum og í byrjun tímabilsins. Það styttist í næstu verkefni íslenska landsliðsins, en framundan eru tveir leikir, gegn Ísrael á heimavelli og Svartfjallalandi á útivelli í undankeppni EM 2016. Serbía er fjórða liðið í riðli Íslands, en efstu tvö liðin í riðlunum sjö, sem og liðið sem er með bestan árangur í þriðja sæti, komast í lokakeppnina sem haldin verður í Póllandi. Margir af íslensku landsliðsmönnunum skiptu um félög í sumar. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fór frá Kiel til Barcelona, Snorri Steinn Guðjónsson frá GOG í Danmörku til franska liðsins Sélestat, Ásgeir Örn Hallgrímsson færði sig um set í Frakklandi, frá Paris SG til Nîmes, og svo mætti lengi telja. Aron er ánægður með þær breytingar sem hafa orðið á högum þessara leikmanna: „Mér finnst vera betra ástand á landsliðsmönnunum núna, en það var lengi vel síðasta vetur. Þá voru þó nokkrir leikmenn að glíma við meiðsli eða voru í liðum þar sem þeir fengu ekki mörg tækifæri,“ sagði Aron sem sér fram á bjartari tíma: „Flestir leikmannanna eru búnir að ná sér af meiðslunum og eru í stærri hlutverkum en áður. Þeir ættu því að vera í betri leikæfingu þegar landsliðið kemur saman. Það var þarft því ástandið í fyrra var ekki nógu gott,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Aron Kristjánsson situr ekki auðum höndum. Auk þess að þjálfa íslenska karlalandsliðið í handbolta stýrir hann KIF Kolding København sem er handhafi allra þeirra titla sem í boði eru í Danmörku. Aron tók við Kolding eftir að EM í Danmörku lauk vegna veikinda þáverandi þjálfara liðsins. Undir stjórn Arons varð Kolding bikarmeistari eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg og danskur meistari eftir tvo sigra á Álaborg í úrslitaeinvígi. Kolding hélt uppteknum hætti með því að vinna Álaborg í leiknum um danska Ofurbikarinn í lok síðasta mánaðar. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Aron að Kolding myndi hvergi slaka á í vetur. „Markmiðið er að vinna alla titla sem í boði eru hér í Danmörku. Við erum tvöfaldir meistarar og stefnum áfram hátt,“ sagði Aron sem gerir ráð fyrir því að Kolding muni berjast um danska meistaratitilinn við Álaborg, Skjern, Team Tvis Holstebro og Bjerringbro-Silkeborg.Mikil meiðsli Aron hefur verið í töluverðum vandræðum vegna meiðsla leikmanna Kolding sem situr í efsta sæti dönsku deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir: „Það voru leikmenn, sem voru búnir að vera meiddir í lengri tíma, sem við héldum að væru orðnir klárir þegar við hófum undirbúninginn en voru ekki í því ástandi sem við bjuggumst við,“ sagði Aron. Til að mynda eru Kim Andersson og Kasper Irming, báðar hægri skyttur liðsins, að stíga upp úr langvarandi meiðslum, auk þess sem Lasse Boesen hefur lent í miklum hremmingum. „Þegar Boesen var að koma aftur eftir erfiða axlaraðgerð fékk hann gigtarsjúkdóm, þannig að hann gat ekkert gert í langan tíma. Andersson spilar bara vörnina hjá okkur, en hann getur lítið skotið á markið, og Irming er hægt og rólega að koma til baka eftir krossbandaslit,“ sagði Aron og bætti við: „Svo fór Lasse Andersson, ungur strákur sem spilar vinstra megin fyrir utan, í aðgerð í sumar vegna langvarandi hnémeiðsla. Hann verður vonandi klár um næstu mánaðamót. Og svo fékk varnarjaxlinn Lars Jørgensen skot í höfuðið gegn Álaborg og gat þar af leiðandi ekki verið með okkur í síðasta leik gegn Skanderborg.“Viljum gjarnan komast lengra Kolding er meðal þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu, en Aron og félagar drógust í sterkan riðil; með spænska stórveldinu Barcelona, Besiktas frá Tyrklandi, pólska liðinu Wisa Pock, Alingsås HK frá Svíþjóð og ríkjandi Evrópumeisturum Flensburg. Aron segir að fyrsta markmið sé að komast upp úr riðlinum: „Fyrst er að komast upp úr þessum sterka riðli. Við komumst í 16-liða úrslit í fyrra (þar sem Kolding tapaði fyrir Metalurg Skopje) og viljum gjarnan komast lengra í ár.“ Aron bætti þó við að það gæti reynst þrautin þyngri ef liðið yrði í jafn miklum meiðslavandræðum og í byrjun tímabilsins. Það styttist í næstu verkefni íslenska landsliðsins, en framundan eru tveir leikir, gegn Ísrael á heimavelli og Svartfjallalandi á útivelli í undankeppni EM 2016. Serbía er fjórða liðið í riðli Íslands, en efstu tvö liðin í riðlunum sjö, sem og liðið sem er með bestan árangur í þriðja sæti, komast í lokakeppnina sem haldin verður í Póllandi. Margir af íslensku landsliðsmönnunum skiptu um félög í sumar. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fór frá Kiel til Barcelona, Snorri Steinn Guðjónsson frá GOG í Danmörku til franska liðsins Sélestat, Ásgeir Örn Hallgrímsson færði sig um set í Frakklandi, frá Paris SG til Nîmes, og svo mætti lengi telja. Aron er ánægður með þær breytingar sem hafa orðið á högum þessara leikmanna: „Mér finnst vera betra ástand á landsliðsmönnunum núna, en það var lengi vel síðasta vetur. Þá voru þó nokkrir leikmenn að glíma við meiðsli eða voru í liðum þar sem þeir fengu ekki mörg tækifæri,“ sagði Aron sem sér fram á bjartari tíma: „Flestir leikmannanna eru búnir að ná sér af meiðslunum og eru í stærri hlutverkum en áður. Þeir ættu því að vera í betri leikæfingu þegar landsliðið kemur saman. Það var þarft því ástandið í fyrra var ekki nógu gott,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira