Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. maí 2014 11:30 Laszlo Nagy er stórstjarna Veszprém vísir/afp Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Kiel hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, árin 2010 og 2012. Í fyrra varð Kiel í fjórða sæti en liðið hefur alls unnið keppnina þrisvar. Ungverjarnir í Veszprém hafa aldrei unnið þennan stærsta titil Evrópu og aðeins einu sinni leikið til úrslita. Það var árið 2002 þegar liðið tapaði fyrir Magdeburg en þá var leikið heima og að heiman. Þetta er í fimmta sinn sem úrslitin ráðast með glæsilegri úrslitahelgi, Final4, en ávallt er leikið í Laxness Arena í Köln. Höllin tekur tæplega 18.000 áhorfendur.Aron Pálmarsson var í liði Kiel sem vann bæði 2010 og 2012 og verður í lykil hlutverki í dag og á morgun eins og Guðjón Valur Sigurðsson sem vonast til að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Í vegi fyrir íslensku landsliðsmönnunum stendur ungverska stórliðið Veszprém. Lið sem er í sérflokki í heimalandinu. Frá árinu 1988 hefur liðið ekki hafnað neðar en í öðru sæti í ungversku deildinni en liðið hefur unnið titilinn 20 sinnum á síðustu 23 árum í heimalandinu. Liðið hefur unnið ungverska titilinn sjö ár í röð og tvöfalt síðustu sex tímabilin. Núna horfa forráðamenn félagsins til Evrópu. Liðið tvisvar unnið Evrópubikarinn, 1992 og 2008, en sá stóri bíður. Liðið er mjög vel mannað. Momir Ilic gekk til liðsins síðasta sumar frá Kiel og Laszlo Nagy er í hinni skyttunni, hægra megin, en valinn maður er í hverju rúmi í liðinu.Christian Zeitz leikmaður Kiel gengur til liðs við Veszprém í sumar auk þess sem Aron Pálmarsson hefur ítrekað verið orðaður við liðið. Það segir sitt um metnað liðsins og stöðuna á því að hin liðin sem Aron er orðaður við eru PSG og Barcelona. Kiel þarf að hitta á sinn besta leik til að komast í úrslitaleikinn en öll úrslitahelgin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Flensburg og Barcelona. Sá leikur hefst klukkan 16:00. Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Kiel hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, árin 2010 og 2012. Í fyrra varð Kiel í fjórða sæti en liðið hefur alls unnið keppnina þrisvar. Ungverjarnir í Veszprém hafa aldrei unnið þennan stærsta titil Evrópu og aðeins einu sinni leikið til úrslita. Það var árið 2002 þegar liðið tapaði fyrir Magdeburg en þá var leikið heima og að heiman. Þetta er í fimmta sinn sem úrslitin ráðast með glæsilegri úrslitahelgi, Final4, en ávallt er leikið í Laxness Arena í Köln. Höllin tekur tæplega 18.000 áhorfendur.Aron Pálmarsson var í liði Kiel sem vann bæði 2010 og 2012 og verður í lykil hlutverki í dag og á morgun eins og Guðjón Valur Sigurðsson sem vonast til að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Í vegi fyrir íslensku landsliðsmönnunum stendur ungverska stórliðið Veszprém. Lið sem er í sérflokki í heimalandinu. Frá árinu 1988 hefur liðið ekki hafnað neðar en í öðru sæti í ungversku deildinni en liðið hefur unnið titilinn 20 sinnum á síðustu 23 árum í heimalandinu. Liðið hefur unnið ungverska titilinn sjö ár í röð og tvöfalt síðustu sex tímabilin. Núna horfa forráðamenn félagsins til Evrópu. Liðið tvisvar unnið Evrópubikarinn, 1992 og 2008, en sá stóri bíður. Liðið er mjög vel mannað. Momir Ilic gekk til liðsins síðasta sumar frá Kiel og Laszlo Nagy er í hinni skyttunni, hægra megin, en valinn maður er í hverju rúmi í liðinu.Christian Zeitz leikmaður Kiel gengur til liðs við Veszprém í sumar auk þess sem Aron Pálmarsson hefur ítrekað verið orðaður við liðið. Það segir sitt um metnað liðsins og stöðuna á því að hin liðin sem Aron er orðaður við eru PSG og Barcelona. Kiel þarf að hitta á sinn besta leik til að komast í úrslitaleikinn en öll úrslitahelgin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Flensburg og Barcelona. Sá leikur hefst klukkan 16:00.
Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira