Keflavík kjöldróg KR | Annar sigur Hamarskvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2014 18:39 Tyson-Thomas fór á kostum í DHL-höllinni í dag. Vísir/vilhelm Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira