Magnaður sigur Flensburg í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2014 13:39 Vísir/Getty Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju. Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Sjá meira
Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju.
Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Sjá meira
Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45
Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30
Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02
Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti