Svipmynd Markaðarins: Spenntur fyrir golfsumrinu mikla 8. júní 2014 00:01 Pétur tók við sem framkvæmdastjóri samtakanna af Þorsteini Víglundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA „Það sem er á borðinu hjá mér núna er að fylgja eftir þessari viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum sem skrifað var undir á ársfundi Samáls fyrir stuttu síðan af iðnaðarráðherra og fulltrúum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls (Samtaka álframleiðenda). Pétur var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna í júlí í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfi ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins, auk þess að ritstýra Sunnudagsmogganum. Pétur byrjaði í blaðamennsku 1994 og vann við fagið til ársins 2000 þegar hann kláraði BA-nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þá hafði hann farið í skiptinám til Berlínar og lokið áföngum í þremur stærstu háskólum borgarinnar. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á auglýsingastofunni Gott fólk þar sem ég stýrði almannatengsladeild fyrirtækisins í tvö ár. Eftir það fór ég aftur á Moggann og kláraði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða því,“ segir Pétur. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárfestatengsla og kynningarmála hjá Íslandsbanka frá 2004-2005. „Ég hætti þar til að klára Sköpunarsögur, viðtalsbók við rithöfunda um sköpunarferlið og eftir það lá leiðin aftur á Moggann.“ Pétur er einnig stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi og í stjórn Forlagsins. Hann segist vera með ólæknandi bakteríu sem lýsi sér þannig að hann þurfi að skrifa um allt sem hendir hann í lífinu. „Þannig að ég er með þrjár til fjórar bækur sem ég sinni í hjáverkum. Eitthvað er á vísnasviði, ein er um ferðalög og svo er eitthvað um þjóðmál. Þannig að þetta eru ólíkar bækur sem ég er að skrifa,“ segir Pétur. Hann er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Ólöfu Kristrúnu, 12 ára, og Örn Óskar, sem er níu ára. „Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldunni og um leið að vera duglegur að hreyfa mig. Krakkarnir voru að komast inn í Nesklúbbinn í golfi og ég og Anna Sigga erum sömuleiðis í klúbbnum. Svo voru tengdaforeldrarnir að komast inn líka þannig að ef þetta verður ekki golfsumarið mikla þá held ég að ég selji kylfurnar mínar.“ Pétur fer á hverju ári í um þriggja vikna ferðalag með fjölskyldunni um landið og hann er augljóslega spenntur fyrir fríinu. „Ég hlakka mikið til þess augnabliks þegar við keyrum út úr bænum um miðjan júlí og snúum ekki aftur í flóttamannabúðirnar í Reykjavík fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er sá tími þegar maður hleður batteríin fyrir skammdegið og álagið sem fylgir íslenskum vetri.“Breki KarlssonBreki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi „Pétur er stórkostlegur! Alltaf í góðu skapi, stórskáld, einstakur vinur og gott að leita til hans. Þó er ómögulegt að vera farþegi með honum í bíl, þar sem hann veit aldrei hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. En á sama tíma er Pétur samt ótrúlega næmur á umhverfi sitt og tekst á einhvern stórundarlegan hátt að vera alltaf réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það er einstaklega falleg lógík og mennsk í hinni litríku óreiðu í kringum Pétur. Eitt það allra besta við Pétur er samt hversu vel giftur hann er.“Kristrún HeimisdóttirKristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins „Við Pétur hittumst fyrst sumarið þegar við vorum bæði sjö ára og hann flutti í húsið mitt frá Akureyri. Urðum strax bestu vinir og lékum okkur saman alla daga næstu ár. Þá var ég betri en hann í fótbolta en nú malar hann mig, enda mikill markaskorari með Gróttu Old Boys. Pétur spilar nýja sóknartaktík fyrir Samál með myndun álklasans sem hefur tekist stórvel. Hann er flottur fagmaður í öllu sem hann snertir og næmur fyrir öllu athafnalífi í landinu, jafnt iðnaði sem ljóðlist. Ótrúlega gaman að vera nú aftur saman í húsi. Pétur er bara frábær.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Það sem er á borðinu hjá mér núna er að fylgja eftir þessari viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum sem skrifað var undir á ársfundi Samáls fyrir stuttu síðan af iðnaðarráðherra og fulltrúum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls (Samtaka álframleiðenda). Pétur var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna í júlí í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfi ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins, auk þess að ritstýra Sunnudagsmogganum. Pétur byrjaði í blaðamennsku 1994 og vann við fagið til ársins 2000 þegar hann kláraði BA-nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þá hafði hann farið í skiptinám til Berlínar og lokið áföngum í þremur stærstu háskólum borgarinnar. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á auglýsingastofunni Gott fólk þar sem ég stýrði almannatengsladeild fyrirtækisins í tvö ár. Eftir það fór ég aftur á Moggann og kláraði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða því,“ segir Pétur. Hann starfaði sem forstöðumaður fjárfestatengsla og kynningarmála hjá Íslandsbanka frá 2004-2005. „Ég hætti þar til að klára Sköpunarsögur, viðtalsbók við rithöfunda um sköpunarferlið og eftir það lá leiðin aftur á Moggann.“ Pétur er einnig stjórnarformaður Stofnunar um fjármálalæsi og í stjórn Forlagsins. Hann segist vera með ólæknandi bakteríu sem lýsi sér þannig að hann þurfi að skrifa um allt sem hendir hann í lífinu. „Þannig að ég er með þrjár til fjórar bækur sem ég sinni í hjáverkum. Eitthvað er á vísnasviði, ein er um ferðalög og svo er eitthvað um þjóðmál. Þannig að þetta eru ólíkar bækur sem ég er að skrifa,“ segir Pétur. Hann er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Ólöfu Kristrúnu, 12 ára, og Örn Óskar, sem er níu ára. „Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldunni og um leið að vera duglegur að hreyfa mig. Krakkarnir voru að komast inn í Nesklúbbinn í golfi og ég og Anna Sigga erum sömuleiðis í klúbbnum. Svo voru tengdaforeldrarnir að komast inn líka þannig að ef þetta verður ekki golfsumarið mikla þá held ég að ég selji kylfurnar mínar.“ Pétur fer á hverju ári í um þriggja vikna ferðalag með fjölskyldunni um landið og hann er augljóslega spenntur fyrir fríinu. „Ég hlakka mikið til þess augnabliks þegar við keyrum út úr bænum um miðjan júlí og snúum ekki aftur í flóttamannabúðirnar í Reykjavík fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er sá tími þegar maður hleður batteríin fyrir skammdegið og álagið sem fylgir íslenskum vetri.“Breki KarlssonBreki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi „Pétur er stórkostlegur! Alltaf í góðu skapi, stórskáld, einstakur vinur og gott að leita til hans. Þó er ómögulegt að vera farþegi með honum í bíl, þar sem hann veit aldrei hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. En á sama tíma er Pétur samt ótrúlega næmur á umhverfi sitt og tekst á einhvern stórundarlegan hátt að vera alltaf réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það er einstaklega falleg lógík og mennsk í hinni litríku óreiðu í kringum Pétur. Eitt það allra besta við Pétur er samt hversu vel giftur hann er.“Kristrún HeimisdóttirKristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins „Við Pétur hittumst fyrst sumarið þegar við vorum bæði sjö ára og hann flutti í húsið mitt frá Akureyri. Urðum strax bestu vinir og lékum okkur saman alla daga næstu ár. Þá var ég betri en hann í fótbolta en nú malar hann mig, enda mikill markaskorari með Gróttu Old Boys. Pétur spilar nýja sóknartaktík fyrir Samál með myndun álklasans sem hefur tekist stórvel. Hann er flottur fagmaður í öllu sem hann snertir og næmur fyrir öllu athafnalífi í landinu, jafnt iðnaði sem ljóðlist. Ótrúlega gaman að vera nú aftur saman í húsi. Pétur er bara frábær.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira