Mín nótt með Miley Sara McMahon skrifar 7. janúar 2014 07:00 Miley Cyrus er klædd í hvítan nærbol og hvítar náttbuxur. Hún liggur við hlið mér og hrýtur. Þegar hún snýr sér skyndilega á vinstri hliðina dregur hún alla sængina af mér. Þetta er óþolandi! Ég bylti mér stöðugt í von um að koma mér nógu vel fyrir til að geta fest svefn, en mér er kalt og hroturnar í Miley halda fyrir mér vöku. Til að gera illt verra glymur lagið Wrecking Ball í höfði mér, þó ekki í upprunalegri útfærslu rekkjunautar míns, nei, textabrotið „ég Rúv rústa þér“ spilast þess í stað aftur og aftur og aftur…og aftur. Nóttin virðist aldrei ætla að taka enda. Fólk dreymir allar nætur, það er þó ekki alltaf sem maður vaknar og man drauminn. Fyrsti draumurinn sem festist mér í minni á glænýju ári snerist um andvökunótt við hlið bandarísku söngkonunnar Miley Cyrus og hann hlýtur að tákna eitthvað hrikalega merkilegt. Jafn ankannalegur draumur getur ekki annað en verið fyrirboði þess sem árið 2014 mun bera í skauti sér. Með aðstoð alnetsins tókst mér að ráða í drauminn og hann boðar ekki gott. Það táknar ringulreið að deila rúmi með ókunnugri manneskju (fyrir þá sem ekki vita, þá er Miley mér alveg ókunnug), og að liggja sængurlaus í rúmi merkir að illa fari fyrir mér í viðskiptum. Hin hvítu sængur- og náttföt gætu þó bjargað árinu, því hvítt er tákn sakleysis, andlegs jafnvægis og hreinsunar sálar. Nú er ég ekki sérlega lunkin í draumráðningum, en eftir því sem ég best fæ séð mun árið 2014 verða óreiðukennt (í ljósi þess er svolítið skemmtilegt að þemalag draumsins hafi verið Wrecking Ball) en jafnframt lærdómsríkt. Mögulega liggur þó einfaldari skýring að baki draumnum, til dæmis sú að ég var nýbúin að horfa á endursýnt áramótaskaup, kötturinn lá ofan á hálfri sænginni minni og raunverulegur rekkjunautur á það til að hrjóta svolítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Miley Cyrus er klædd í hvítan nærbol og hvítar náttbuxur. Hún liggur við hlið mér og hrýtur. Þegar hún snýr sér skyndilega á vinstri hliðina dregur hún alla sængina af mér. Þetta er óþolandi! Ég bylti mér stöðugt í von um að koma mér nógu vel fyrir til að geta fest svefn, en mér er kalt og hroturnar í Miley halda fyrir mér vöku. Til að gera illt verra glymur lagið Wrecking Ball í höfði mér, þó ekki í upprunalegri útfærslu rekkjunautar míns, nei, textabrotið „ég Rúv rústa þér“ spilast þess í stað aftur og aftur og aftur…og aftur. Nóttin virðist aldrei ætla að taka enda. Fólk dreymir allar nætur, það er þó ekki alltaf sem maður vaknar og man drauminn. Fyrsti draumurinn sem festist mér í minni á glænýju ári snerist um andvökunótt við hlið bandarísku söngkonunnar Miley Cyrus og hann hlýtur að tákna eitthvað hrikalega merkilegt. Jafn ankannalegur draumur getur ekki annað en verið fyrirboði þess sem árið 2014 mun bera í skauti sér. Með aðstoð alnetsins tókst mér að ráða í drauminn og hann boðar ekki gott. Það táknar ringulreið að deila rúmi með ókunnugri manneskju (fyrir þá sem ekki vita, þá er Miley mér alveg ókunnug), og að liggja sængurlaus í rúmi merkir að illa fari fyrir mér í viðskiptum. Hin hvítu sængur- og náttföt gætu þó bjargað árinu, því hvítt er tákn sakleysis, andlegs jafnvægis og hreinsunar sálar. Nú er ég ekki sérlega lunkin í draumráðningum, en eftir því sem ég best fæ séð mun árið 2014 verða óreiðukennt (í ljósi þess er svolítið skemmtilegt að þemalag draumsins hafi verið Wrecking Ball) en jafnframt lærdómsríkt. Mögulega liggur þó einfaldari skýring að baki draumnum, til dæmis sú að ég var nýbúin að horfa á endursýnt áramótaskaup, kötturinn lá ofan á hálfri sænginni minni og raunverulegur rekkjunautur á það til að hrjóta svolítið.