Skattleysismörk lækkuðu greiðslur MP banka um 78 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2014 22:21 Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent