Viðskipti innlent

Vilja opna stað í Leifsstöð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fyrsti Joe and the Juice-staðurinn var opnaður í Danmörku.
Fyrsti Joe and the Juice-staðurinn var opnaður í Danmörku. Vísir/Vilhelm
Eigendur Joe and the Juice á Íslandi hafa óskað eftir veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þeir undirbúa sig nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, undir samningaviðræður við Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir eru stærstu eigendur fyrirtækisins.

Isavia kynnti í vetur áform um breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og efndi til forvals þar sem fyrirtækjum í verslunar- og veitingarekstri var boðið að sækja um aðstöðu í flugstöðinni. Forvalinu lýkur í haust og breytingum á salnum á að ljúka næsta vor. Isavia afgreiddi fjölda umsókna og ríkisfyrirtækið hefur undanfarna mánuði unnið að mati á þeim eftir ákveðnu ferli.

Tveir Joe and the Juice-staðir eru reknir á Kaastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og einn á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi. Fyrsti djús- og samlokustaður Joe and the Juice hér á landi var opnaður í Kringlunni í ágúst á síðasta ári og fleiri fylgdu í kjölfarið.


Tengdar fréttir

IGS segir upp 40 manns

IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við veitingarekstur í Leifsstöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×