Handbolti

Svíar og Hvít-Rússar á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fredrik Petersen og félagar hans í sænska landsliðinu verða með á HM í Katar á næsta ári.
Fredrik Petersen og félagar hans í sænska landsliðinu verða með á HM í Katar á næsta ári. Vísir/AFP
Svíþjóð verður á meðal þátttökuþjóða á HM 2015 í Katar. Þetta var ljóst eftir sex marka sigur Svía á Rúmenum í Gautaborg í dag.

Svíar unnu nauman sigur í fyrri leiknum í Rúmeníu, 24-25, en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn mynda enda í dag.

Svíar náðu mest níu marka forystu í fyrri hálfleik, en staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 15-7, Svíþjóð í vil.

Mestur varð munurinn tíu mörk í seinni hálfleik en Rúmenar náðu að laga stöðuna á lokakaflanum. Lokatölur 27-21, Svíþjóð í vil.

Niclas Ekberg var markahæstur í liði Svía með átta mörk, en næstir komu Jim Gottfridsson og Fredrik Petersen með fimm mörk hvor.

Valentin Ghionea skoraði sjö mörk fyrir Rúmena.

Þá sigraði Hvíta-Rússland Svartfjallaland í Minsk með sex mörkum, 30-24. Svartfellingar unnu fyrri leikinn 28-27.

Hvít-Rússar tóku strax völdin í leiknum í dag og eftir 15 mínútur var staðan orðin 10-2, heimamönnum í vil. Svartfellingar náðu aðeins að laga stöðuna, en munurinn í hálfleik var sjö mörk, 16-9.

Hvít-Rússar bættu í í seinni hálfleik og náðu mest 11 marka forystu, 22-11. Munurinn þegar yfir lauk var sex mörk, 30-24.

Barys Pukhouski og Dzianis Rutenka skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hvíta-Rússland, en næstur kom Siarhei, bróðir Dzianis, með sex mörk.

Fahrudin Melic skoraði sjö mörk fyrir Svartfellinga.


Tengdar fréttir

Tékkar fara til Katar

Tékkneska landsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2015 í Katar með ótrúlegum tólf marka sigri á Serbíu í Brno í dag.

Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag.

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Austurríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Auðveldur sigur Rússa á Litháen

Rússland tryggði sér sæti á HM 2015 í handbolta með 11 marka sigri, 22-33, á Litháum á útivelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.

Jurkiewicz hetja Pólverja

Pólland vann eins marks sigur, 25-24, á Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×