Styttri framhaldsskóli? Björn Guðmundsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Illugi Gunnarsson vill stytta framhaldsskólann um a.m.k. 1 ár. Hann er kominn í gömlu, slitnu stuttbuxurnar af Ólafi G. Einarssyni, Birni Bjarnasyni og Tómasi I. Olrich. Þorgerður K. Gunnarsdóttir hætti við styttingu. Hún sá sveigjanleika núverandi kerfis þar sem nemar geta lokið stúdentsprófi á 3 árum ef þeir vilja. Sumir telja að brottfall muni minnka og menntunarstig þjóðarinnar hækka verði af styttingu. Minna nám á jafnvel að leiða til hærra menntunarstigs! Samanburður milli landa er marklaus ef ekki er spurt um innihald náms heldur prófgráður, sem sumar eru blekking ein. Samanburður á brottfallstölum milli landa er ómarktækur vegna mismunandi skráningar. Brottfall fyrsta árs nema við HÍ er um 35%. HÍ telur stöðupróf koma til greina, sem þýðir að sum stúdentsprófsskírteini teljast ómarktæk. Framhaldsskólar fá fjárveitingar eftir fjölda nema sem taka lokapróf. Niðurskurðarhnífurinn er á hálsi skólameistara og kennarar undir miklum þrýstingi. Ábyrgð á slöku gengi nemenda er velt á kennara, fjárveitingar til skóla skornar niður, sem bitnar á launakjörum kennara. Kennarar eru þvingaðir til að hleypa sem flestum í gegn, ekki er staðið við eðlilegar námskröfur, einkunnabólga á sér stað og nemar fá fölsk stúdentspróf. Með hliðsjón af ofangreindu þarf Illugi Gunnarsson að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líklegir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Eða er háskólum ætlað að setja vanbúna stúdenta í undirbúningsnám áður en þeir geta hafið hið raunverulega háskólanám? Bent hefur verið á erlendar skýrslur sem segja að stytting náms til stúdentsprófs um 2 ár auki landsframleiðslu um 3-5%. Eigum við þá ekki frekar að stytta um 6 ár með 9-15% aukningu á landsframleiðslu? Líklega kæmust reiknimeistararnir að því að bókmenntakennsla í framhaldsskólum auki ekki landsframleiðslu. Eigum við þá að hætta henni? Frjálshyggjupostular vita að menntun kostar fé, en skilja illa að þau verðmæti sem hún skapar verða ekki öll mæld í krónum.Lengja námið í Þýskalandi Menntamálaráðherra segir ekkert um framkvæmdina sjálfa. Á að skera niður námsefni og þá hvað? Á að kenna námsefni 4 ára á 3 árum? Á að lengja skólaárið verulega og fórna sumarvinnu nemenda? Ætlar ríkið að veita nemendum námsstyrki þegar sumarvinnan er horfin? Hvað kostar það? Ráðherrann svarar engu um þetta en reynir að þvinga framhaldsskólakennara til að samþykkja styttingu, annars fái þeir ekki launaleiðréttingu. Íslendingar nota líklega meiri tíma en flestir aðrir í tungumálanám. Viljum við skera niður nám í 3. máli eða hætta að kenna dönsku? Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir að stúdentsprófi sé lokið við 19 ára aldur. Síðast þegar ég vissi útskrifuðust aðeins 11% danskra pilta og 20% stúlkna á tilsettum tíma. Sums staðar í Þýskalandi var hægt að ljúka stúdentsprófi við 18 ára aldur. Nú er verið að lengja námið þar um 1 ár. Fyrir 40 árum fóru um 30% hvers árgangs í menntaskóla eftir að hafa staðist landspróf. Nú þarf enginn að standast próf og um 95% hvers árgangs fara í framhaldsskóla. Breiddin í námsgetu hefur aukist mikið og margir standa illa. 30% stráka koma ólæs úr grunnskóla. Ekki er óalgengt að helmingur nema standist ekki námskröfur í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Meðan staðan er svona veitir ekki af 4 ára framhaldsskóla til að stoppa í götin og búa nemendur sómasamlega undir háskólanám. Margir eiga enga möguleika á að ná stúdentsprófi á 3 árum nema námsefni verði skert verulega og kröfur minnkaðar svo að prófið yrði markleysa. Ráðherra menntamála ætti að finna leiðir til að bæta læsi grunnskólanema áður en hann viðrar þá hugmynd að stytta framhaldsskólann. Margir klifa á því að við eigum að stytta námstíma til stúdentsprófs til samræmis við aðrar þjóðir. Þetta eru léttvæg rök. Við eigum að gera það sem okkur finnst skynsamlegt í stað þess að herma eftir öðrum. Umræðan ætti að snúast um inntak og gæði námsins en ekki eingöngu um sparnað enda er framhaldsskólinn hér ódýrari en víða. Aðalatriði er að nemendur fái gott nám til stúdentsprófs þannig að þeir verði vel undir háskólanám búnir. Stytting framhaldsskólans gengur gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson vill stytta framhaldsskólann um a.m.k. 1 ár. Hann er kominn í gömlu, slitnu stuttbuxurnar af Ólafi G. Einarssyni, Birni Bjarnasyni og Tómasi I. Olrich. Þorgerður K. Gunnarsdóttir hætti við styttingu. Hún sá sveigjanleika núverandi kerfis þar sem nemar geta lokið stúdentsprófi á 3 árum ef þeir vilja. Sumir telja að brottfall muni minnka og menntunarstig þjóðarinnar hækka verði af styttingu. Minna nám á jafnvel að leiða til hærra menntunarstigs! Samanburður milli landa er marklaus ef ekki er spurt um innihald náms heldur prófgráður, sem sumar eru blekking ein. Samanburður á brottfallstölum milli landa er ómarktækur vegna mismunandi skráningar. Brottfall fyrsta árs nema við HÍ er um 35%. HÍ telur stöðupróf koma til greina, sem þýðir að sum stúdentsprófsskírteini teljast ómarktæk. Framhaldsskólar fá fjárveitingar eftir fjölda nema sem taka lokapróf. Niðurskurðarhnífurinn er á hálsi skólameistara og kennarar undir miklum þrýstingi. Ábyrgð á slöku gengi nemenda er velt á kennara, fjárveitingar til skóla skornar niður, sem bitnar á launakjörum kennara. Kennarar eru þvingaðir til að hleypa sem flestum í gegn, ekki er staðið við eðlilegar námskröfur, einkunnabólga á sér stað og nemar fá fölsk stúdentspróf. Með hliðsjón af ofangreindu þarf Illugi Gunnarsson að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líklegir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Eða er háskólum ætlað að setja vanbúna stúdenta í undirbúningsnám áður en þeir geta hafið hið raunverulega háskólanám? Bent hefur verið á erlendar skýrslur sem segja að stytting náms til stúdentsprófs um 2 ár auki landsframleiðslu um 3-5%. Eigum við þá ekki frekar að stytta um 6 ár með 9-15% aukningu á landsframleiðslu? Líklega kæmust reiknimeistararnir að því að bókmenntakennsla í framhaldsskólum auki ekki landsframleiðslu. Eigum við þá að hætta henni? Frjálshyggjupostular vita að menntun kostar fé, en skilja illa að þau verðmæti sem hún skapar verða ekki öll mæld í krónum.Lengja námið í Þýskalandi Menntamálaráðherra segir ekkert um framkvæmdina sjálfa. Á að skera niður námsefni og þá hvað? Á að kenna námsefni 4 ára á 3 árum? Á að lengja skólaárið verulega og fórna sumarvinnu nemenda? Ætlar ríkið að veita nemendum námsstyrki þegar sumarvinnan er horfin? Hvað kostar það? Ráðherrann svarar engu um þetta en reynir að þvinga framhaldsskólakennara til að samþykkja styttingu, annars fái þeir ekki launaleiðréttingu. Íslendingar nota líklega meiri tíma en flestir aðrir í tungumálanám. Viljum við skera niður nám í 3. máli eða hætta að kenna dönsku? Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir að stúdentsprófi sé lokið við 19 ára aldur. Síðast þegar ég vissi útskrifuðust aðeins 11% danskra pilta og 20% stúlkna á tilsettum tíma. Sums staðar í Þýskalandi var hægt að ljúka stúdentsprófi við 18 ára aldur. Nú er verið að lengja námið þar um 1 ár. Fyrir 40 árum fóru um 30% hvers árgangs í menntaskóla eftir að hafa staðist landspróf. Nú þarf enginn að standast próf og um 95% hvers árgangs fara í framhaldsskóla. Breiddin í námsgetu hefur aukist mikið og margir standa illa. 30% stráka koma ólæs úr grunnskóla. Ekki er óalgengt að helmingur nema standist ekki námskröfur í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Meðan staðan er svona veitir ekki af 4 ára framhaldsskóla til að stoppa í götin og búa nemendur sómasamlega undir háskólanám. Margir eiga enga möguleika á að ná stúdentsprófi á 3 árum nema námsefni verði skert verulega og kröfur minnkaðar svo að prófið yrði markleysa. Ráðherra menntamála ætti að finna leiðir til að bæta læsi grunnskólanema áður en hann viðrar þá hugmynd að stytta framhaldsskólann. Margir klifa á því að við eigum að stytta námstíma til stúdentsprófs til samræmis við aðrar þjóðir. Þetta eru léttvæg rök. Við eigum að gera það sem okkur finnst skynsamlegt í stað þess að herma eftir öðrum. Umræðan ætti að snúast um inntak og gæði námsins en ekki eingöngu um sparnað enda er framhaldsskólinn hér ódýrari en víða. Aðalatriði er að nemendur fái gott nám til stúdentsprófs þannig að þeir verði vel undir háskólanám búnir. Stytting framhaldsskólans gengur gegn því.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun