Styttri framhaldsskóli? Björn Guðmundsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Illugi Gunnarsson vill stytta framhaldsskólann um a.m.k. 1 ár. Hann er kominn í gömlu, slitnu stuttbuxurnar af Ólafi G. Einarssyni, Birni Bjarnasyni og Tómasi I. Olrich. Þorgerður K. Gunnarsdóttir hætti við styttingu. Hún sá sveigjanleika núverandi kerfis þar sem nemar geta lokið stúdentsprófi á 3 árum ef þeir vilja. Sumir telja að brottfall muni minnka og menntunarstig þjóðarinnar hækka verði af styttingu. Minna nám á jafnvel að leiða til hærra menntunarstigs! Samanburður milli landa er marklaus ef ekki er spurt um innihald náms heldur prófgráður, sem sumar eru blekking ein. Samanburður á brottfallstölum milli landa er ómarktækur vegna mismunandi skráningar. Brottfall fyrsta árs nema við HÍ er um 35%. HÍ telur stöðupróf koma til greina, sem þýðir að sum stúdentsprófsskírteini teljast ómarktæk. Framhaldsskólar fá fjárveitingar eftir fjölda nema sem taka lokapróf. Niðurskurðarhnífurinn er á hálsi skólameistara og kennarar undir miklum þrýstingi. Ábyrgð á slöku gengi nemenda er velt á kennara, fjárveitingar til skóla skornar niður, sem bitnar á launakjörum kennara. Kennarar eru þvingaðir til að hleypa sem flestum í gegn, ekki er staðið við eðlilegar námskröfur, einkunnabólga á sér stað og nemar fá fölsk stúdentspróf. Með hliðsjón af ofangreindu þarf Illugi Gunnarsson að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líklegir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Eða er háskólum ætlað að setja vanbúna stúdenta í undirbúningsnám áður en þeir geta hafið hið raunverulega háskólanám? Bent hefur verið á erlendar skýrslur sem segja að stytting náms til stúdentsprófs um 2 ár auki landsframleiðslu um 3-5%. Eigum við þá ekki frekar að stytta um 6 ár með 9-15% aukningu á landsframleiðslu? Líklega kæmust reiknimeistararnir að því að bókmenntakennsla í framhaldsskólum auki ekki landsframleiðslu. Eigum við þá að hætta henni? Frjálshyggjupostular vita að menntun kostar fé, en skilja illa að þau verðmæti sem hún skapar verða ekki öll mæld í krónum.Lengja námið í Þýskalandi Menntamálaráðherra segir ekkert um framkvæmdina sjálfa. Á að skera niður námsefni og þá hvað? Á að kenna námsefni 4 ára á 3 árum? Á að lengja skólaárið verulega og fórna sumarvinnu nemenda? Ætlar ríkið að veita nemendum námsstyrki þegar sumarvinnan er horfin? Hvað kostar það? Ráðherrann svarar engu um þetta en reynir að þvinga framhaldsskólakennara til að samþykkja styttingu, annars fái þeir ekki launaleiðréttingu. Íslendingar nota líklega meiri tíma en flestir aðrir í tungumálanám. Viljum við skera niður nám í 3. máli eða hætta að kenna dönsku? Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir að stúdentsprófi sé lokið við 19 ára aldur. Síðast þegar ég vissi útskrifuðust aðeins 11% danskra pilta og 20% stúlkna á tilsettum tíma. Sums staðar í Þýskalandi var hægt að ljúka stúdentsprófi við 18 ára aldur. Nú er verið að lengja námið þar um 1 ár. Fyrir 40 árum fóru um 30% hvers árgangs í menntaskóla eftir að hafa staðist landspróf. Nú þarf enginn að standast próf og um 95% hvers árgangs fara í framhaldsskóla. Breiddin í námsgetu hefur aukist mikið og margir standa illa. 30% stráka koma ólæs úr grunnskóla. Ekki er óalgengt að helmingur nema standist ekki námskröfur í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Meðan staðan er svona veitir ekki af 4 ára framhaldsskóla til að stoppa í götin og búa nemendur sómasamlega undir háskólanám. Margir eiga enga möguleika á að ná stúdentsprófi á 3 árum nema námsefni verði skert verulega og kröfur minnkaðar svo að prófið yrði markleysa. Ráðherra menntamála ætti að finna leiðir til að bæta læsi grunnskólanema áður en hann viðrar þá hugmynd að stytta framhaldsskólann. Margir klifa á því að við eigum að stytta námstíma til stúdentsprófs til samræmis við aðrar þjóðir. Þetta eru léttvæg rök. Við eigum að gera það sem okkur finnst skynsamlegt í stað þess að herma eftir öðrum. Umræðan ætti að snúast um inntak og gæði námsins en ekki eingöngu um sparnað enda er framhaldsskólinn hér ódýrari en víða. Aðalatriði er að nemendur fái gott nám til stúdentsprófs þannig að þeir verði vel undir háskólanám búnir. Stytting framhaldsskólans gengur gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson vill stytta framhaldsskólann um a.m.k. 1 ár. Hann er kominn í gömlu, slitnu stuttbuxurnar af Ólafi G. Einarssyni, Birni Bjarnasyni og Tómasi I. Olrich. Þorgerður K. Gunnarsdóttir hætti við styttingu. Hún sá sveigjanleika núverandi kerfis þar sem nemar geta lokið stúdentsprófi á 3 árum ef þeir vilja. Sumir telja að brottfall muni minnka og menntunarstig þjóðarinnar hækka verði af styttingu. Minna nám á jafnvel að leiða til hærra menntunarstigs! Samanburður milli landa er marklaus ef ekki er spurt um innihald náms heldur prófgráður, sem sumar eru blekking ein. Samanburður á brottfallstölum milli landa er ómarktækur vegna mismunandi skráningar. Brottfall fyrsta árs nema við HÍ er um 35%. HÍ telur stöðupróf koma til greina, sem þýðir að sum stúdentsprófsskírteini teljast ómarktæk. Framhaldsskólar fá fjárveitingar eftir fjölda nema sem taka lokapróf. Niðurskurðarhnífurinn er á hálsi skólameistara og kennarar undir miklum þrýstingi. Ábyrgð á slöku gengi nemenda er velt á kennara, fjárveitingar til skóla skornar niður, sem bitnar á launakjörum kennara. Kennarar eru þvingaðir til að hleypa sem flestum í gegn, ekki er staðið við eðlilegar námskröfur, einkunnabólga á sér stað og nemar fá fölsk stúdentspróf. Með hliðsjón af ofangreindu þarf Illugi Gunnarsson að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líklegir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Eða er háskólum ætlað að setja vanbúna stúdenta í undirbúningsnám áður en þeir geta hafið hið raunverulega háskólanám? Bent hefur verið á erlendar skýrslur sem segja að stytting náms til stúdentsprófs um 2 ár auki landsframleiðslu um 3-5%. Eigum við þá ekki frekar að stytta um 6 ár með 9-15% aukningu á landsframleiðslu? Líklega kæmust reiknimeistararnir að því að bókmenntakennsla í framhaldsskólum auki ekki landsframleiðslu. Eigum við þá að hætta henni? Frjálshyggjupostular vita að menntun kostar fé, en skilja illa að þau verðmæti sem hún skapar verða ekki öll mæld í krónum.Lengja námið í Þýskalandi Menntamálaráðherra segir ekkert um framkvæmdina sjálfa. Á að skera niður námsefni og þá hvað? Á að kenna námsefni 4 ára á 3 árum? Á að lengja skólaárið verulega og fórna sumarvinnu nemenda? Ætlar ríkið að veita nemendum námsstyrki þegar sumarvinnan er horfin? Hvað kostar það? Ráðherrann svarar engu um þetta en reynir að þvinga framhaldsskólakennara til að samþykkja styttingu, annars fái þeir ekki launaleiðréttingu. Íslendingar nota líklega meiri tíma en flestir aðrir í tungumálanám. Viljum við skera niður nám í 3. máli eða hætta að kenna dönsku? Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir að stúdentsprófi sé lokið við 19 ára aldur. Síðast þegar ég vissi útskrifuðust aðeins 11% danskra pilta og 20% stúlkna á tilsettum tíma. Sums staðar í Þýskalandi var hægt að ljúka stúdentsprófi við 18 ára aldur. Nú er verið að lengja námið þar um 1 ár. Fyrir 40 árum fóru um 30% hvers árgangs í menntaskóla eftir að hafa staðist landspróf. Nú þarf enginn að standast próf og um 95% hvers árgangs fara í framhaldsskóla. Breiddin í námsgetu hefur aukist mikið og margir standa illa. 30% stráka koma ólæs úr grunnskóla. Ekki er óalgengt að helmingur nema standist ekki námskröfur í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Meðan staðan er svona veitir ekki af 4 ára framhaldsskóla til að stoppa í götin og búa nemendur sómasamlega undir háskólanám. Margir eiga enga möguleika á að ná stúdentsprófi á 3 árum nema námsefni verði skert verulega og kröfur minnkaðar svo að prófið yrði markleysa. Ráðherra menntamála ætti að finna leiðir til að bæta læsi grunnskólanema áður en hann viðrar þá hugmynd að stytta framhaldsskólann. Margir klifa á því að við eigum að stytta námstíma til stúdentsprófs til samræmis við aðrar þjóðir. Þetta eru léttvæg rök. Við eigum að gera það sem okkur finnst skynsamlegt í stað þess að herma eftir öðrum. Umræðan ætti að snúast um inntak og gæði námsins en ekki eingöngu um sparnað enda er framhaldsskólinn hér ódýrari en víða. Aðalatriði er að nemendur fái gott nám til stúdentsprófs þannig að þeir verði vel undir háskólanám búnir. Stytting framhaldsskólans gengur gegn því.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun