Gjaldþrot fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá maí 2013 til apríl 2014, hafa dregist saman um 17% samanborið við 12 mánuði þar á undan en þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands.
Alls voru 879 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða 167 talsins.
Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2013 til apríl 2014, hefur fjölgað um 7% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 1.956 nýskráð félög á tímabilinu.
Flestar nýskráningar voru í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, eða 322 talsins.
Gjaldþrot fyrirtækja hafa dregist saman um 17%
