Kanadískur ferðalangur búinn að læra orðið "verkfall“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2014 15:50 Farþegar í Leifsstöð í dag. Vísir/KTD Icelandair hefur þurft að aflýsa síðdegisflugum sínum til New York og Vancouver í dag vegna manneklu. Í morgun varð röskun á flugi til Glasgow og sömuleiðis var flug frá Seattle fellt niður. Starfsmenn Icelandair unnu að því að aðstoða erlenda farþega þegar blaðamann Vísis bar að garði í Leifsstöð í dag. Tvær kanadískar konur, sem dvalið höfðu á Íslandi í nokkra daga, voru yfirvegaðir þrátt fyrir breytinguna á ferðalagi sínu. Starfsfólk Icelandair hafði komið þeim fyrir í flugi til London þar sem þær munu gista í nótt. Þaðan halda þær svo til Vancouver á morgun. Önnur konan sagðist reyndar myndu missa af tengiflugi sínu í Vancouver vegna breytinganna og var óviss um hvort hún þyrfti sjálf að greiða fyrir nýtt flug af þeim sökum. Aðspurð hvort konurnar vissu hvers vegna flug þeirra til Vancouver hefði verið fellt niður svaraði önnur: „I think there's a strike or something“. Áður en blaðamaður náði að staðfesta grun hennar svaraði hin á íslensku: „Verkfall“. Starfsmaður í innritun í Leifsstöð sagði blaðamanni að allt hefði gengið að óskum í dag. Aðspurð um fréttir af því að starfsmenn hefðu verið grýttir af óánægðum ferðalöngum sagði hún það hafa farið framhjá sér og kollegum sínum. Starfsfólk í veitingasölu sagði blaðamanni að lund ferðalanga undanfarnar vikur hefði verið fín, eins og ekkert hefði í skorist, þrátt fyrir verkfallsaðgerðir starfsfólks Isavia og nú flugmanna og flugfreyja Icelandair. Tengdar fréttir Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Icelandair hefur þurft að aflýsa síðdegisflugum sínum til New York og Vancouver í dag vegna manneklu. Í morgun varð röskun á flugi til Glasgow og sömuleiðis var flug frá Seattle fellt niður. Starfsmenn Icelandair unnu að því að aðstoða erlenda farþega þegar blaðamann Vísis bar að garði í Leifsstöð í dag. Tvær kanadískar konur, sem dvalið höfðu á Íslandi í nokkra daga, voru yfirvegaðir þrátt fyrir breytinguna á ferðalagi sínu. Starfsfólk Icelandair hafði komið þeim fyrir í flugi til London þar sem þær munu gista í nótt. Þaðan halda þær svo til Vancouver á morgun. Önnur konan sagðist reyndar myndu missa af tengiflugi sínu í Vancouver vegna breytinganna og var óviss um hvort hún þyrfti sjálf að greiða fyrir nýtt flug af þeim sökum. Aðspurð hvort konurnar vissu hvers vegna flug þeirra til Vancouver hefði verið fellt niður svaraði önnur: „I think there's a strike or something“. Áður en blaðamaður náði að staðfesta grun hennar svaraði hin á íslensku: „Verkfall“. Starfsmaður í innritun í Leifsstöð sagði blaðamanni að allt hefði gengið að óskum í dag. Aðspurð um fréttir af því að starfsmenn hefðu verið grýttir af óánægðum ferðalöngum sagði hún það hafa farið framhjá sér og kollegum sínum. Starfsfólk í veitingasölu sagði blaðamanni að lund ferðalanga undanfarnar vikur hefði verið fín, eins og ekkert hefði í skorist, þrátt fyrir verkfallsaðgerðir starfsfólks Isavia og nú flugmanna og flugfreyja Icelandair.
Tengdar fréttir Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Icelandair aflýsir flugi til Rússlands - 1500 manns áttu bókað flug Verið er að endurskoða ýmsa þætti starfseminnar í ljósi óvissu vegna verkfalla. 20. maí 2014 11:35