Sævar Freyr Þráinsson ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. maí 2014 19:11 Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365. 365 miðlar reka meðal annars Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið, Vísir.is og fjölda annar sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að með ráðningu á Sævari Frey fái félagið mann með mikla reynslu af rekstri en að sögn Ara er Sævar Freyr þekktur fyrir faglega stjórnun og að hann hafi áður verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki og stýrt því með framúrskarandi hætti í gegnum erfitt árferði og í kviku samkeppnisumhverfi. „Framundan eru fjölmörg spennandi vaxtartækifæri sem byggja á þeirri hæfni og þekkingu sem býr í Sævari Frey. 365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari en Sævar Freyr hefur störf 1. júlí næstkomandi. Stefán H Hilmarsson mun frá sama tíma hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins.Spennandi verkefni framundan Sævar Freyr Þráinsson aðstoðarforstjóri 365 var forstjóri Símans í rúm sex ár en hann hætti í febrúar á þessu ári en þá hafði hann starfað hjá félaginu síðan 1995. Sævar segir að mörg spennandi verkefni séu framundan hjá 365. „365 kemur við sögu í lífi flestra landsmanna og er með gríðarsterk vörumerki og er í fremstu röð á Íslandi með stóran hluta sinna fjölmiðla. Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365 og vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég hlakka til að kynnast og starfa með. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,” segir SævarHlutafé aukið um nálega einn milljarð Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna, segir í fréttatilkynningu frá félaginu, með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. „Aukningunni verður lokið í júní mánuði og er á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. Aukningunni verður að hálfu varið til niðurgreiðslu á vaxtaberandi skuldum félagsins, en að öðru leiti til að styrkja veltufé félagsins og styðja við vöxt þess. Eftir aukninguna verður eiginfjárhlutfall ríflega 40% og vaxtaberandi skuldir nettó um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins (ebitda). Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur.“ Ari Edwald segir að þessi hlutarfjáraukning styrki félagið mjög mikið. „Á undanförnum árum hefur verið fjárfest í því að efla félagið og rekstur þess batnað, en á sama tíma hefur félagið greitt um 4 milljarða króna í vexti og afborganir til lánveitenda félagsins, frá árinu 2010. Með þessari aukningu má segja að rekstur og fjárhagur félagsins sé kominn á mjög traustan grundvöll sem styrkir félagið til frekari uppbyggingar,” segir Ari. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla ehf. Sævar Freyr mun vinna að stefnumörkun og framtíðarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgð á fjármála-, fjarskipta-, tækni- og sjónvarpsáskriftarsviðum 365. 365 miðlar reka meðal annars Stöð 2, Bylgjuna, Fréttablaðið, Vísir.is og fjölda annar sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að með ráðningu á Sævari Frey fái félagið mann með mikla reynslu af rekstri en að sögn Ara er Sævar Freyr þekktur fyrir faglega stjórnun og að hann hafi áður verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki og stýrt því með framúrskarandi hætti í gegnum erfitt árferði og í kviku samkeppnisumhverfi. „Framundan eru fjölmörg spennandi vaxtartækifæri sem byggja á þeirri hæfni og þekkingu sem býr í Sævari Frey. 365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjörþekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari en Sævar Freyr hefur störf 1. júlí næstkomandi. Stefán H Hilmarsson mun frá sama tíma hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins.Spennandi verkefni framundan Sævar Freyr Þráinsson aðstoðarforstjóri 365 var forstjóri Símans í rúm sex ár en hann hætti í febrúar á þessu ári en þá hafði hann starfað hjá félaginu síðan 1995. Sævar segir að mörg spennandi verkefni séu framundan hjá 365. „365 kemur við sögu í lífi flestra landsmanna og er með gríðarsterk vörumerki og er í fremstu röð á Íslandi með stóran hluta sinna fjölmiðla. Markmið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365 og vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég hlakka til að kynnast og starfa með. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,” segir SævarHlutafé aukið um nálega einn milljarð Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna, segir í fréttatilkynningu frá félaginu, með kaupum á nýjum flokki hlutafjár. „Aukningunni verður lokið í júní mánuði og er á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta. Aukningunni verður að hálfu varið til niðurgreiðslu á vaxtaberandi skuldum félagsins, en að öðru leiti til að styrkja veltufé félagsins og styðja við vöxt þess. Eftir aukninguna verður eiginfjárhlutfall ríflega 40% og vaxtaberandi skuldir nettó um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrarhagnaður félagsins (ebitda). Samhliða hafa náðst samningar við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðsluferil en verið hefur.“ Ari Edwald segir að þessi hlutarfjáraukning styrki félagið mjög mikið. „Á undanförnum árum hefur verið fjárfest í því að efla félagið og rekstur þess batnað, en á sama tíma hefur félagið greitt um 4 milljarða króna í vexti og afborganir til lánveitenda félagsins, frá árinu 2010. Með þessari aukningu má segja að rekstur og fjárhagur félagsins sé kominn á mjög traustan grundvöll sem styrkir félagið til frekari uppbyggingar,” segir Ari.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira