Leikstjórnandi NBA-liðsins New York Knicks, Raymond Felton, er ekki í góðum málum. Hann var handtekinn í morgun og verður ákærður í nokkrum liðum.
Felton er sakaður um að hafa beint byssu að andliti eiginkonu sinnar og hótað að skjóta hana. Hann var handtekinn aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa spilað með Knicks gegn Dallas.
Það hefur ýmislegt gengið á hjá Felton í einkalífinu upp á síðkastið en hann stendur í skilnaði við eiginkonu sína til tæplega tveggja ára. Það ferli gengur augljóslega ekkert sérstaklega vel.
Það hefur bitnað á spilamennsku hans en hann er að skora 10,5 stig að meðaltali í leik í vetur sem er það lélegasta sem Felton hefur boðið upp á síðann hann byrjaði í deildinni.
Hótaði að skjóta eiginkonuna í hausinn

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


