Aðstoð Jóhanns Inga er algjörlega ómetanleg Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júní 2014 06:15 Hugfanginn. Patrekur er hugfanginn af áhrifum sálfræði á austurríska landsliðið. Hann ætlar að yfirfæra aðferðirnar á Haukaliðið. fréttablaðið/AFP Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í austurríska landsliðinu í handbolta tryggðu sér sæti á HM í Katar með sigri á Noregi. Patrekur var ansi brattur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er auðvitað ótrúlegt afrek og hefur verið á forsíðum blaðanna en það hefur fallið örlítið í skuggann. Austurríkismenn eru meira fyrir skíðaíþróttir og fótbolta en auðvitað fylgdi þessu mikil gleði. Það voru fáir sem áttu von á því að við myndum vinna,“ sagði Patrekur. Undir stjórn Patreks komst austurríska liðið á EM í janúar og nú HM í Katar. „Noregur hefur úr að velja gríðarlegum fjölda af handboltamönnum. Noregur vann Þýskaland fyrir stuttu svo við vissum fyrir fram að þetta yrði erfitt verkefni. Ég reyndi bara strax að telja mönnum trú um að þetta væri mögulegt og við unnum mjög mikið í andlega þættinum,“ sagði Patrekur. Austurríska liðið naut aðstoðar Jóhanns Inga Gunnarssonar í aðdraganda leiksins og var Patrekur honum gríðarlega þakklátur. „Ég er heppinn að hann vann með föður mínum í gamla daga og við höldum enn góðu sambandi. Í æfingabúðunum á Íslandi var aðstoð hans algjörlega ómetanleg. Vinnufundirnir með honum áttu stóran þátt í þessum sigri.“Patrekur viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart hversu mikilvægur sálfræðilegi hlutinn var. „Síðustu eitt, tvö árin hef ég unnið mjög markvisst með Jóhanni. Þetta byrjaði hægt og rólega en í dag er hann eiginlega þjálfarinn minn. Það er alltaf verið að tala um að andlegi hlutinn sé 80 prósent en hversu mikið og hvernig æfirðu hann? Ég finn mikla breytingu á mér hvernig ég vinn mína vinnu eftir að hafa unnið með Jóhanni,“ sagði Patrekur sem var einfaldlega heillaður. „Það er hægt að æfa og auka snerpuna eða hvað sem er í handbolta en þetta snýst alltaf um hvernig þú nærð því besta út úr hverjum og einum. Hvernig þú nálgast leikmenn því það er engir tveir eins. Þetta hefur vakið athygli mína, ég les mikið af bókum og er búinn að skrá mig í meistaranám í íþróttasálfræði. Þetta heillar mig gríðarlega mikið. Þótt það gangi vel núna þá vil ég reyna að læra. Það er aldrei nein pása frá lærdómnum,“ sagði Patrekur kíminn en hann ætlar að beita þessu á Haukaliðið einnig. „Hver er skiptingin hvað þú æfir hvorn hluta mikið, líkamlega og andlega? Það er eitthvað sem ég ætla að breyta hjá Haukum. Við byrjuðum á þessu í vetur og áttum frábært tímabil, unnum þrjá titla af fjórum og vorum nálægt þeim síðasta.“ Patrekur var jarðbundinn þegar gengið var á hann um markmið fyrir mótið. Handbolti er ekki ein af stærstu íþróttunum í Austurríki og ekki margir iðkendur. „Að komast í milliriðlana væri auðvitað frábær árangur. Það sem er vandamálið í Austurríki er lítið úrval leikmanna í ákveðnum stöðum. Á línunni er ég með tvo leikmenn, annar þeirra er hálf-atvinnumaður sem er einnig lögfræðingur og ég er ekki viss hvert framhaldið verður hjá honum. Ef Robbi Gunn væri Austurríkismaður myndi ég stefna á eitt af efstu sex sætunum,“ sagði Patrekur. Hann gældi þó við hugmyndina um að línumaðurinn myndi láta slag standa fyrst mótið væri haldið í Katar. „Handboltaáhuginn er einfaldlega ekki nægilegur í Austurríki. Liðin í austurrísku deildinni eru oft með nokkra útlendinga sem gerir landsliðsþjálfaranum enn þá erfiðara fyrir. Ég hef bara úr einhverjum 25 leikmönnum að velja sem gerir þetta enn magnaðra afrek. Maður er ekki enn búinn að ná þessu, sérstaklega þegar maður lítur til þess hvaða þjóðir komust ekki áfram." Handbolti Tengdar fréttir Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag. 14. júní 2014 14:42 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í austurríska landsliðinu í handbolta tryggðu sér sæti á HM í Katar með sigri á Noregi. Patrekur var ansi brattur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er auðvitað ótrúlegt afrek og hefur verið á forsíðum blaðanna en það hefur fallið örlítið í skuggann. Austurríkismenn eru meira fyrir skíðaíþróttir og fótbolta en auðvitað fylgdi þessu mikil gleði. Það voru fáir sem áttu von á því að við myndum vinna,“ sagði Patrekur. Undir stjórn Patreks komst austurríska liðið á EM í janúar og nú HM í Katar. „Noregur hefur úr að velja gríðarlegum fjölda af handboltamönnum. Noregur vann Þýskaland fyrir stuttu svo við vissum fyrir fram að þetta yrði erfitt verkefni. Ég reyndi bara strax að telja mönnum trú um að þetta væri mögulegt og við unnum mjög mikið í andlega þættinum,“ sagði Patrekur. Austurríska liðið naut aðstoðar Jóhanns Inga Gunnarssonar í aðdraganda leiksins og var Patrekur honum gríðarlega þakklátur. „Ég er heppinn að hann vann með föður mínum í gamla daga og við höldum enn góðu sambandi. Í æfingabúðunum á Íslandi var aðstoð hans algjörlega ómetanleg. Vinnufundirnir með honum áttu stóran þátt í þessum sigri.“Patrekur viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart hversu mikilvægur sálfræðilegi hlutinn var. „Síðustu eitt, tvö árin hef ég unnið mjög markvisst með Jóhanni. Þetta byrjaði hægt og rólega en í dag er hann eiginlega þjálfarinn minn. Það er alltaf verið að tala um að andlegi hlutinn sé 80 prósent en hversu mikið og hvernig æfirðu hann? Ég finn mikla breytingu á mér hvernig ég vinn mína vinnu eftir að hafa unnið með Jóhanni,“ sagði Patrekur sem var einfaldlega heillaður. „Það er hægt að æfa og auka snerpuna eða hvað sem er í handbolta en þetta snýst alltaf um hvernig þú nærð því besta út úr hverjum og einum. Hvernig þú nálgast leikmenn því það er engir tveir eins. Þetta hefur vakið athygli mína, ég les mikið af bókum og er búinn að skrá mig í meistaranám í íþróttasálfræði. Þetta heillar mig gríðarlega mikið. Þótt það gangi vel núna þá vil ég reyna að læra. Það er aldrei nein pása frá lærdómnum,“ sagði Patrekur kíminn en hann ætlar að beita þessu á Haukaliðið einnig. „Hver er skiptingin hvað þú æfir hvorn hluta mikið, líkamlega og andlega? Það er eitthvað sem ég ætla að breyta hjá Haukum. Við byrjuðum á þessu í vetur og áttum frábært tímabil, unnum þrjá titla af fjórum og vorum nálægt þeim síðasta.“ Patrekur var jarðbundinn þegar gengið var á hann um markmið fyrir mótið. Handbolti er ekki ein af stærstu íþróttunum í Austurríki og ekki margir iðkendur. „Að komast í milliriðlana væri auðvitað frábær árangur. Það sem er vandamálið í Austurríki er lítið úrval leikmanna í ákveðnum stöðum. Á línunni er ég með tvo leikmenn, annar þeirra er hálf-atvinnumaður sem er einnig lögfræðingur og ég er ekki viss hvert framhaldið verður hjá honum. Ef Robbi Gunn væri Austurríkismaður myndi ég stefna á eitt af efstu sex sætunum,“ sagði Patrekur. Hann gældi þó við hugmyndina um að línumaðurinn myndi láta slag standa fyrst mótið væri haldið í Katar. „Handboltaáhuginn er einfaldlega ekki nægilegur í Austurríki. Liðin í austurrísku deildinni eru oft með nokkra útlendinga sem gerir landsliðsþjálfaranum enn þá erfiðara fyrir. Ég hef bara úr einhverjum 25 leikmönnum að velja sem gerir þetta enn magnaðra afrek. Maður er ekki enn búinn að ná þessu, sérstaklega þegar maður lítur til þess hvaða þjóðir komust ekki áfram."
Handbolti Tengdar fréttir Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag. 14. júní 2014 14:42 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag. 14. júní 2014 14:42