Sátt í stjórn Vodafone um nýjan forstjóra Haraldur Guðmundsson skrifar 10. maí 2014 08:00 Stefán Sigurðsson hefur starfað innan fjármálageirans síðastliðin sautján ár. Vísir/GVA Stefán Sigurðsson var ráðinn forstjóri Vodafone í gær. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ráðninguna hafa haft stuttan aðdraganda og að stjórnin hafi verið einhuga um hana. „Þetta var samkomulag stjórnar og fráfarandi forstjóra um að breyta til. Það var algjör einhugur innan stjórnarinnar og þetta er allt gert í góðri sátt allra aðila,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Vodafone (Fjarskipta hf.). Hann segir engar ákveðnar áherslubreytingar fylgja ráðningunni. „Einungis að efla fyrirtækið og vinna því sem mestan framgang,“ segir Heiðar. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka og hann segist taka við góðu búi. „Hins vegar er maður alltaf að sækjast eftir því að ná betri árangri og ég mun vinna að því með starfsfólki fyrirtækisins,“ segir Stefán. Hann hefur starfað innan fjármálageirans síðan 1997 og unnið við fyrirtækjaráðgjöf og sem framkvæmdastjóri VÍB. „Ég þurfti ekki að velta þessu lengi fyrir mér því mér finnst fyrirtækið og verkefni þess spennandi. Ég tel mig hafa nokkuð fjölbreyttan fjármála- og rekstrarbakgrunn og ég er einnig með reynslu af sölu- og þjónustumálum. Ég er hins vegar að fara inn í nýjan geira sem er spennandi.“ Hann segir fyrirtækið ekki stefna að frekari mannabreytingum. „Það eru engar breytingar fyrirhugaðar en síðan veit auðvitað enginn hvað framtíðin ber í skauti sér.“Ómar Svavarsson hafði verið forstjóri Vodafone frá árinu 2009 en hann lét af störfum í gær. Forstjóraskiptin komu nokkrum viðmælendum Fréttablaðsins með tengsl við fyrirtækið á óvart. Ómar hafi tekið við erfiðu búi árið 2009 og fyrirtækið hafi fyrir þremur dögum skilað góðu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung þrátt fyrir áföll sem tengdust meðal annars innbrotinu í desember þegar tölvuþrjótur stal sms-skilaboðum og persónuupplýsingum viðskiptavina. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stefán Sigurðsson var ráðinn forstjóri Vodafone í gær. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ráðninguna hafa haft stuttan aðdraganda og að stjórnin hafi verið einhuga um hana. „Þetta var samkomulag stjórnar og fráfarandi forstjóra um að breyta til. Það var algjör einhugur innan stjórnarinnar og þetta er allt gert í góðri sátt allra aðila,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Vodafone (Fjarskipta hf.). Hann segir engar ákveðnar áherslubreytingar fylgja ráðningunni. „Einungis að efla fyrirtækið og vinna því sem mestan framgang,“ segir Heiðar. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka og hann segist taka við góðu búi. „Hins vegar er maður alltaf að sækjast eftir því að ná betri árangri og ég mun vinna að því með starfsfólki fyrirtækisins,“ segir Stefán. Hann hefur starfað innan fjármálageirans síðan 1997 og unnið við fyrirtækjaráðgjöf og sem framkvæmdastjóri VÍB. „Ég þurfti ekki að velta þessu lengi fyrir mér því mér finnst fyrirtækið og verkefni þess spennandi. Ég tel mig hafa nokkuð fjölbreyttan fjármála- og rekstrarbakgrunn og ég er einnig með reynslu af sölu- og þjónustumálum. Ég er hins vegar að fara inn í nýjan geira sem er spennandi.“ Hann segir fyrirtækið ekki stefna að frekari mannabreytingum. „Það eru engar breytingar fyrirhugaðar en síðan veit auðvitað enginn hvað framtíðin ber í skauti sér.“Ómar Svavarsson hafði verið forstjóri Vodafone frá árinu 2009 en hann lét af störfum í gær. Forstjóraskiptin komu nokkrum viðmælendum Fréttablaðsins með tengsl við fyrirtækið á óvart. Ómar hafi tekið við erfiðu búi árið 2009 og fyrirtækið hafi fyrir þremur dögum skilað góðu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung þrátt fyrir áföll sem tengdust meðal annars innbrotinu í desember þegar tölvuþrjótur stal sms-skilaboðum og persónuupplýsingum viðskiptavina.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun