Svipmynd Markaðarins: Undirbýr byggingu 5 stjörnu hótels Haraldur Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 09:54 Grímur er mikill hestamaður og ætlar að ríða norður í Húnavatnssýslur í sumar. Vísir/GVA „Við erum nú á fullu við að undirbúa sumarvertíðina og framkvæmdirnar sem munu hefjast í haust þar sem við ætlum að stækka upplifunarsvæði lónsins og byggja fimm stjörnu lúxushótel,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann hefur ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins unnið að undirbúningi verkefnisins í þrjú ár. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hönnun og annan undirbúning framkvæmdanna. „Við munum taka fjárfestingarákvörðunina á stjórnarfundi í ágúst en þetta eru framkvæmdir upp á fimm milljarða króna. Þetta er komið á þann stað að það þarf mikið að ganga á til að verkefnið fari ekki af stað,“ segir Grímur. Hann stofnaði Bláa Lónið ásamt fleirum árið 1992. Síðan þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri fyrirtækisins og á þeim tíma hefur gengið á ýmsu. „Við höfum bæði notið uppgangs og velgengni og farið í gegnum erfiðleika og það sem stendur upp úr var þegar mönnum tókst að vinna úr erfiðri stöðu og koma sterkari út úr henni.“ Grímur hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins síðastliðin tíu ár og í síðasta mánuði var hann kjörinn formaður SAF. „Það er mjög spennandi verkefni því það er gríðarlegur vöxtur í greininni og mörg krefjandi verkefni fram undan. Við erum nú að undirbúa mikilvægan félagsfund sem verður haldinn á miðvikudaginn [í dag] þar sem fjallað verður um valkosti í gjaldtöku af ferðamönnum til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða,“ segir Grímur. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr læknanámi í Háskóla Íslands árið 1981 og starfaði sem heimilislæknir í Reykjavík til ársins 1990. „Það blundaði alltaf í mér löngun til að fara út í eigin atvinnurekstur. Minn upphaflegi áhugi á Bláa lóninu tengdist lækningarmætti lónsins við psoriasis og hann gerði það að verkum að ég fór að skoða möguleikann á að þróa þar heilsutengda starfsemi.“ Grímur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu með meistaraflokki Vals og hann var formaður íþróttafélagsins árin 2002-2009. „Ég er einnig búinn að stunda hestamennsku í 15 ár. Ég fer alltaf með vinahópnum í hestaferð á hverju sumri og það á að ríða norður í Húnavatnssýslur í ár. Svo fer ég í lax með bræðrum mínum, vinum og sonum á hverju sumri og svo slær maður golfbolta þess á milli með frúnni og félögunum. Þannig að það er nóg að gera.Dagný PétursdóttirDagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins „Grímur er frumkvöðull með skýra framtíðarsýn og keppnisskap. Hann er mjög talnaglöggur og keyrir okkur oft í kaf þegar hann þylur upp tölur úr rekstrinum. Sem betur fer, fyrir okkur sem störfum með honum, er Grímur einn af þeim fágætu frumkvöðlum sem er óhræddur við að sleppa hendinni af „barninu“ sínu því hann treystir og stendur með sínu fólki. Það er eins og að hann hafi aldrei skilað fyrirliðabandinu hjá Val á sínum tíma því hann er ómetanlegur fyrirliði í því þétta teymi sem hann hefur byggt upp hérna hjá Bláa Lóninu.“Sigurður Lárus HólmSigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Vatnaskila „Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við vorum bekkjarfélagar öll fjögur árin. Vinskapur okkar á sér ekki rætur úr daglegum störfum, við erum þar ekki á sama vettvangi. Hins vegar meðal annars í gegnum samstarf okkar í Val eru mér ljósir þeir leiðtogahæfileikar og framsýni sem maðurinn býr yfir þótt á stundum örli á hvatvísi. Það má segja um Grím eins og sagt hefur verið um íslenska sjómenn að hann er þrautgóður á raunastund. Sá árangur og sú framþróun sem Bláa Lónið hefur náð er vitnisburður um þessa eiginleika piltsins þótt væntanlega komi þar að góður samheldinn hópur, en í öllum góðum liðum er góður fyrirliði.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Við erum nú á fullu við að undirbúa sumarvertíðina og framkvæmdirnar sem munu hefjast í haust þar sem við ætlum að stækka upplifunarsvæði lónsins og byggja fimm stjörnu lúxushótel,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann hefur ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins unnið að undirbúningi verkefnisins í þrjú ár. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hönnun og annan undirbúning framkvæmdanna. „Við munum taka fjárfestingarákvörðunina á stjórnarfundi í ágúst en þetta eru framkvæmdir upp á fimm milljarða króna. Þetta er komið á þann stað að það þarf mikið að ganga á til að verkefnið fari ekki af stað,“ segir Grímur. Hann stofnaði Bláa Lónið ásamt fleirum árið 1992. Síðan þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri fyrirtækisins og á þeim tíma hefur gengið á ýmsu. „Við höfum bæði notið uppgangs og velgengni og farið í gegnum erfiðleika og það sem stendur upp úr var þegar mönnum tókst að vinna úr erfiðri stöðu og koma sterkari út úr henni.“ Grímur hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins síðastliðin tíu ár og í síðasta mánuði var hann kjörinn formaður SAF. „Það er mjög spennandi verkefni því það er gríðarlegur vöxtur í greininni og mörg krefjandi verkefni fram undan. Við erum nú að undirbúa mikilvægan félagsfund sem verður haldinn á miðvikudaginn [í dag] þar sem fjallað verður um valkosti í gjaldtöku af ferðamönnum til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða,“ segir Grímur. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr læknanámi í Háskóla Íslands árið 1981 og starfaði sem heimilislæknir í Reykjavík til ársins 1990. „Það blundaði alltaf í mér löngun til að fara út í eigin atvinnurekstur. Minn upphaflegi áhugi á Bláa lóninu tengdist lækningarmætti lónsins við psoriasis og hann gerði það að verkum að ég fór að skoða möguleikann á að þróa þar heilsutengda starfsemi.“ Grímur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu með meistaraflokki Vals og hann var formaður íþróttafélagsins árin 2002-2009. „Ég er einnig búinn að stunda hestamennsku í 15 ár. Ég fer alltaf með vinahópnum í hestaferð á hverju sumri og það á að ríða norður í Húnavatnssýslur í ár. Svo fer ég í lax með bræðrum mínum, vinum og sonum á hverju sumri og svo slær maður golfbolta þess á milli með frúnni og félögunum. Þannig að það er nóg að gera.Dagný PétursdóttirDagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins „Grímur er frumkvöðull með skýra framtíðarsýn og keppnisskap. Hann er mjög talnaglöggur og keyrir okkur oft í kaf þegar hann þylur upp tölur úr rekstrinum. Sem betur fer, fyrir okkur sem störfum með honum, er Grímur einn af þeim fágætu frumkvöðlum sem er óhræddur við að sleppa hendinni af „barninu“ sínu því hann treystir og stendur með sínu fólki. Það er eins og að hann hafi aldrei skilað fyrirliðabandinu hjá Val á sínum tíma því hann er ómetanlegur fyrirliði í því þétta teymi sem hann hefur byggt upp hérna hjá Bláa Lóninu.“Sigurður Lárus HólmSigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Vatnaskila „Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við vorum bekkjarfélagar öll fjögur árin. Vinskapur okkar á sér ekki rætur úr daglegum störfum, við erum þar ekki á sama vettvangi. Hins vegar meðal annars í gegnum samstarf okkar í Val eru mér ljósir þeir leiðtogahæfileikar og framsýni sem maðurinn býr yfir þótt á stundum örli á hvatvísi. Það má segja um Grím eins og sagt hefur verið um íslenska sjómenn að hann er þrautgóður á raunastund. Sá árangur og sú framþróun sem Bláa Lónið hefur náð er vitnisburður um þessa eiginleika piltsins þótt væntanlega komi þar að góður samheldinn hópur, en í öllum góðum liðum er góður fyrirliði.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira