Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu 22. maí 2014 13:45 Hvor þeirra verður meistari á laugardag? vísir/getty Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. Lið þeirra félaga, Kiel og Rhein-Neckar Löwen, eru með sama stigafjölda í deildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. Lið Guðmundar stendur þó betur að vígi með betri markatölu og á auðveldari leik fyrir höndum. Sport1 í Þýskalandi er með skemmtilega grein um þá félaga í dag þar sem þeir tala fallega um hvorn annan. "Það lið sem endar í fyrsta sæti á það skilið. Það er ekkert flókið," segir Alfreð sem þekkir það vel að verða þýskur meistari enda hampað titlinum sjö sinnum. "Það er alltaf skemmtilegra að vinna en óska öðrum til hamingju. Á laugardaginn munu allir á Íslandi fylgjast með okkur í sjónvarpinu." Guðmundur er nokkrum mánuðum yngri en Alfreð og ber mikla virðingu fyrir félaga sínum. "Þegar Alfreð var mjög ungur að aldri var hann þegar orðinn fagmannlegur í sínum vinnubrögðum. Hann var frábær leikmaður á Spáni og í Þýskalandi og þar lærði hann mikið. Handboltaheimspeki okkar er samt svipuð enda lærðum við af sama manninum," sagði Guðmundar og vitnar þar til Pólverjans Bogdan Kowalczyk sem stýrði þeim félögum hjá landsliðinu. Guðmundur verður að stýra Löwen í síðasta skipti á laugardag og það væri magnað afrek hjá honum að kveðja með meistaratitli. "Okkar lið hefur þroskast mikið á síðustu tveim árum. Við spilum með hjartanu og af mikilli ákefð. Við berjumst til síðustu mínútu og þetta lið hefur unnið fyrir titlinum," segir Guðmundur og Alfreð hrósar honum einnig. "Guðmundur er ótrúlega duglegur og gríðarlega agaður. Hans afrek tala sínu máli." Eini munurinn sem Sport1 finnur á þeim félögum er að þeir koma frá sitt hvorum landshlutanum. Alfreð er frá Akureyri á meðan Guðmundur er úr borginni. "Við getum drukkið mun meira en þessir kallar fyrir sunnan," segir Alfreð léttur en Guðmundur svarar að bragði. "Þessir menn fyrir norðan telja sig alltaf vita allt." Leikir beggja liða verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 á laugardag. Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. Lið þeirra félaga, Kiel og Rhein-Neckar Löwen, eru með sama stigafjölda í deildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. Lið Guðmundar stendur þó betur að vígi með betri markatölu og á auðveldari leik fyrir höndum. Sport1 í Þýskalandi er með skemmtilega grein um þá félaga í dag þar sem þeir tala fallega um hvorn annan. "Það lið sem endar í fyrsta sæti á það skilið. Það er ekkert flókið," segir Alfreð sem þekkir það vel að verða þýskur meistari enda hampað titlinum sjö sinnum. "Það er alltaf skemmtilegra að vinna en óska öðrum til hamingju. Á laugardaginn munu allir á Íslandi fylgjast með okkur í sjónvarpinu." Guðmundur er nokkrum mánuðum yngri en Alfreð og ber mikla virðingu fyrir félaga sínum. "Þegar Alfreð var mjög ungur að aldri var hann þegar orðinn fagmannlegur í sínum vinnubrögðum. Hann var frábær leikmaður á Spáni og í Þýskalandi og þar lærði hann mikið. Handboltaheimspeki okkar er samt svipuð enda lærðum við af sama manninum," sagði Guðmundar og vitnar þar til Pólverjans Bogdan Kowalczyk sem stýrði þeim félögum hjá landsliðinu. Guðmundur verður að stýra Löwen í síðasta skipti á laugardag og það væri magnað afrek hjá honum að kveðja með meistaratitli. "Okkar lið hefur þroskast mikið á síðustu tveim árum. Við spilum með hjartanu og af mikilli ákefð. Við berjumst til síðustu mínútu og þetta lið hefur unnið fyrir titlinum," segir Guðmundur og Alfreð hrósar honum einnig. "Guðmundur er ótrúlega duglegur og gríðarlega agaður. Hans afrek tala sínu máli." Eini munurinn sem Sport1 finnur á þeim félögum er að þeir koma frá sitt hvorum landshlutanum. Alfreð er frá Akureyri á meðan Guðmundur er úr borginni. "Við getum drukkið mun meira en þessir kallar fyrir sunnan," segir Alfreð léttur en Guðmundur svarar að bragði. "Þessir menn fyrir norðan telja sig alltaf vita allt." Leikir beggja liða verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 á laugardag.
Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni