Lágt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða mikið áhyggjuefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2014 18:30 Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira