Viðskipti innlent

Heitir pottar innkallaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/neytendastofa.is
Húsasmiðjan hefur innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational Products (ORPC) B-110, B-091 og B-132.

Ástæða innköllunarinnar er sú að alvarleg hætta getur skapast af notkun þeirra. Í tilkynningu á vef Neytendastofu biður Húsasmiðjan þá viðskiptavini sem keypt hafa fyrrnefnda potta að skila þeim í næstu verslun Húsasmiðjunnar við fyrsta tækifæri. Pottarnir hafa verið til sölu í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×