Leiðréttingar húsnæðislána reiknaðar út allar í einu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. maí 2014 11:30 Ríkisskattstjóri opnaði í gær fyrir umsóknir um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hægt er að sækja um á heimasíðunni leidretting.is en umsóknir skulu vera rafrænar og berast í gegnum síðuna. Um 5.000 manns höfðu sótt um lækkunina á fyrstu tveimur klukkustundunum í gær eftir að síðan var opnuð samkvæmt Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnastjóra skuldaniðurfellingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. „Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel, um 10 prósent sem við bjuggumst við að myndu sækja um gerðu það á fyrstu tveimur tímunum,“ segir Tryggvi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og munu niðurstöður útreikninga liggja fyrir í haust að því tímabili loknu. Ekki mun hafa áhrif á meðferð og afgreiðslu umsókna hvenær á umsóknartímabilinu þær berast. Á síðunni er aðeins hægt að senda inn umsóknir um leiðréttingu, en ekki er hægt að sjá hversu háa niðurfellingu lána umsækjendur fá í sinn hlut. Þá hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um ráðstöfum séreignarsparnaðar.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að niðurstöðurnar verði birtar allar samtímis þegar búið verður að reikna þær út. „Nú er verið að framleiða hugbúnaðinn sem reiknar þetta út. Það er nokkuð algengur misskilningur að menn haldi að þeir geti séð strax hver skuldaleiðréttingin er en það fæst ekki séð fyrr en allir eru búnir að sækja um.“ Hann veit ekki hversu langan tíma það mun taka eftir að umsóknarfresturinn rennur út. Skúli gerir ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar í kringum 27. eða 28. maí. „Það er mun flóknara tæknilega séð og mun meiri vinna sem þarf frekari prófanir. Þá urðu breytingar á frumvarpinu sem taka þarf tillit til og við þurfum að minnsta kosti tvær helgar til að klára það,“ segir Skúli sem býst við miklu álagi á heimasíðuna. „Það hefur margt oft komið fyrir að netþjónar hafa ekki staðist álag í kringum skattskilin. Það verður að koma í ljós hvort þessi síða standist það,“ segir Skúli.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þetta mikla gleðistund. „Þetta hafði langan aðdraganda og oft og tíðum var uppi umræða um að þetta yrði ekki hægt og þess vegna þeim mun skemmtilegra að sjá þetta gerast.“ Hann hafnar því að farið hafi verið of hratt af stað þar sem ekki er hægt að sækja um ráðstöfun á séreignarsparnaði strax. „Við sjáum á viðtökunum fyrstu klukkutímana að það hefur verið bæði eftirvænting og bið eftir þessu þannig að þetta er í rauninni allt samkvæmt áætlun,“ segir Sigmundur. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Ríkisskattstjóri opnaði í gær fyrir umsóknir um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hægt er að sækja um á heimasíðunni leidretting.is en umsóknir skulu vera rafrænar og berast í gegnum síðuna. Um 5.000 manns höfðu sótt um lækkunina á fyrstu tveimur klukkustundunum í gær eftir að síðan var opnuð samkvæmt Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnastjóra skuldaniðurfellingaáætlunar ríkisstjórnarinnar. „Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel, um 10 prósent sem við bjuggumst við að myndu sækja um gerðu það á fyrstu tveimur tímunum,“ segir Tryggvi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og munu niðurstöður útreikninga liggja fyrir í haust að því tímabili loknu. Ekki mun hafa áhrif á meðferð og afgreiðslu umsókna hvenær á umsóknartímabilinu þær berast. Á síðunni er aðeins hægt að senda inn umsóknir um leiðréttingu, en ekki er hægt að sjá hversu háa niðurfellingu lána umsækjendur fá í sinn hlut. Þá hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um ráðstöfum séreignarsparnaðar.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriSkúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að niðurstöðurnar verði birtar allar samtímis þegar búið verður að reikna þær út. „Nú er verið að framleiða hugbúnaðinn sem reiknar þetta út. Það er nokkuð algengur misskilningur að menn haldi að þeir geti séð strax hver skuldaleiðréttingin er en það fæst ekki séð fyrr en allir eru búnir að sækja um.“ Hann veit ekki hversu langan tíma það mun taka eftir að umsóknarfresturinn rennur út. Skúli gerir ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar í kringum 27. eða 28. maí. „Það er mun flóknara tæknilega séð og mun meiri vinna sem þarf frekari prófanir. Þá urðu breytingar á frumvarpinu sem taka þarf tillit til og við þurfum að minnsta kosti tvær helgar til að klára það,“ segir Skúli sem býst við miklu álagi á heimasíðuna. „Það hefur margt oft komið fyrir að netþjónar hafa ekki staðist álag í kringum skattskilin. Það verður að koma í ljós hvort þessi síða standist það,“ segir Skúli.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þetta mikla gleðistund. „Þetta hafði langan aðdraganda og oft og tíðum var uppi umræða um að þetta yrði ekki hægt og þess vegna þeim mun skemmtilegra að sjá þetta gerast.“ Hann hafnar því að farið hafi verið of hratt af stað þar sem ekki er hægt að sækja um ráðstöfun á séreignarsparnaði strax. „Við sjáum á viðtökunum fyrstu klukkutímana að það hefur verið bæði eftirvænting og bið eftir þessu þannig að þetta er í rauninni allt samkvæmt áætlun,“ segir Sigmundur.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun