Viðskiptaráð vill beita skattalegum hvötum til að örva fjárfestingu Stefán Óli Jónsson skrifar 19. maí 2014 12:19 Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Visir/Pjetur „Viðskiptaráð telur æskilegt að beita skattalegum hvötum til að örva fjárfestingar í nýsköpun hérlendis,“ segir í nýri skoðun Viðskiptaráðs Íslands sem birtist í dag og tekið er fram að þeir séu réttlætanlegir þar sem markaðsbrestur er til staðar „Í þessu tilfelli má færa rök fyrir að þeir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum skapi einnig þjóðfélagsleg verðmæti sem þeir njóta ekki ávinningsins af sjálfir." Í skoðuninni kemur einnig fram að gæta þarf þess að skattalegir hvatar af þessu tagi séu skýrt afmarkaðir og í ljósi þess að framleiðni minni fyrirtækja er að meðaltali lægri en stærri fyrirtækja væri óskynsamlegt að skapa skattalega hvata sem beinast að öllum smærri fyrirtækjum. Hérlendis er opinber stuðningur við fjárfestingu í nýsköpun lítill í alþjóðlegum samanburði og munar þar mest um fyrrnefnda skattalega hvata. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um frumkvöðlastarfsemi á Norðurlöndunum kemur fram að aðgangur nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni sé lakastur hér á landi og hefur hann versnað ár frá ári frá árinu 2008. Tillögur starfshópsins munu þó ekki ná markmiðum sínum að óbreyttu og munar þar mestu um að þær ná ekki yfir fjárfestingar einstaklinga í nýsköpunarsjóðum. „Án slíkrar heimildar eru einstaklingar hvattir til að taka meiri áhættu með sparifé sitt en þörf er á,“ segir í skoðuninni. Gerir þetta nýsköpunarfyrirtækjum erfiðara að sækja sér fjármagn frá fjárfestum „sem hafa þekkingu á nýsköpun og geta gegnt hlutverki bakhjarla í vaxtarferlinu,“ eins og segir í skoðuninni. „Saman myndu alþjóðlega samkeppnishæfir skattalegir hvatar og aðrar umbætur á rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja stuðla að hraðari vexti sprotafyrirtækja. Slíkt myndi styðja við uppbyggingu þekkingar- og útflutningsgreina og langtímaforsendur bættra lífskjara hérlendis,“ segir í niðurstöðum skoðunar Viðskiptaráðs.Nánari upplýsingar má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Viðskiptaráð telur æskilegt að beita skattalegum hvötum til að örva fjárfestingar í nýsköpun hérlendis,“ segir í nýri skoðun Viðskiptaráðs Íslands sem birtist í dag og tekið er fram að þeir séu réttlætanlegir þar sem markaðsbrestur er til staðar „Í þessu tilfelli má færa rök fyrir að þeir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum skapi einnig þjóðfélagsleg verðmæti sem þeir njóta ekki ávinningsins af sjálfir." Í skoðuninni kemur einnig fram að gæta þarf þess að skattalegir hvatar af þessu tagi séu skýrt afmarkaðir og í ljósi þess að framleiðni minni fyrirtækja er að meðaltali lægri en stærri fyrirtækja væri óskynsamlegt að skapa skattalega hvata sem beinast að öllum smærri fyrirtækjum. Hérlendis er opinber stuðningur við fjárfestingu í nýsköpun lítill í alþjóðlegum samanburði og munar þar mest um fyrrnefnda skattalega hvata. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um frumkvöðlastarfsemi á Norðurlöndunum kemur fram að aðgangur nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni sé lakastur hér á landi og hefur hann versnað ár frá ári frá árinu 2008. Tillögur starfshópsins munu þó ekki ná markmiðum sínum að óbreyttu og munar þar mestu um að þær ná ekki yfir fjárfestingar einstaklinga í nýsköpunarsjóðum. „Án slíkrar heimildar eru einstaklingar hvattir til að taka meiri áhættu með sparifé sitt en þörf er á,“ segir í skoðuninni. Gerir þetta nýsköpunarfyrirtækjum erfiðara að sækja sér fjármagn frá fjárfestum „sem hafa þekkingu á nýsköpun og geta gegnt hlutverki bakhjarla í vaxtarferlinu,“ eins og segir í skoðuninni. „Saman myndu alþjóðlega samkeppnishæfir skattalegir hvatar og aðrar umbætur á rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja stuðla að hraðari vexti sprotafyrirtækja. Slíkt myndi styðja við uppbyggingu þekkingar- og útflutningsgreina og langtímaforsendur bættra lífskjara hérlendis,“ segir í niðurstöðum skoðunar Viðskiptaráðs.Nánari upplýsingar má nálgast á vef Viðskiptaráðs.
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira