Hagskýrsla OECD í samræmi við hagspár Samúel Karl Ólafson skrifar 7. maí 2014 08:00 Samkvæmt spá OECD mun útflutningur minnka og innflutningur hækka á næstu árum. Vísir/GVA „Þetta virðist vera í línu við spá okkar frá síðustu viku,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Megintónninn er svipaður. Það er að segja að nú eru ágætar hagvaxtarhorfur, þetta og næsta ár. Okkar spá hljóðar upp á nær sama hagvöxt og þeir eru að spá á næsta ári. Við reiknum hins vegar með því að hagvöxturinn í ár verði aðeins meiri en OECD reiknar með.“ OECD spáir allgóðum hagvexti hér á landi samkvæmt nýrri efnahagsskýrslu sem birt var í gær. Spáð er fyrir um 2,7 prósenta hagvöxt á þessu ári og að hann verði 3,2 prósent á næsta ári. Í skýrslunni segir að hagvöxtur í fyrra hafi verið töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Stærstu áhrifavaldar þess eru sagðir vera vöxtur í útflutningi og ferðamennsku. „Hagkerfið er að komast í sæmilegt jafnvægi, en það er sjaldgæft í íslenskri efnahagssögu.“Ingólfur BenderEinnig segir í skýrslu OECD að atvinnulausum hafi fækkað á Íslandi og aðgerðir stjórnvalda til skuldalækkunar heimila muni auka einkaneyslu og hraða efnahagsbata á þessu ári. Þær aðgerðir verða að mestu fjármagnaðar með hærri skatti á skuldir banka og segir í skýrslunni að nauðsynlegt verði að hækka stýrivexti. „Það er í samræmi við það sem við höfum verið að segja. Þegar kemur fram á næsta ár og þarnæsta, þegar spenna fer að byggjast upp í hagkerfinu að nýju og slakinn fer. Samkvæmt þjóðhagsspá okkar eru þrjár stýrivaxtahækkanir á næsta ári og ein árið 2016. Reiknum við með að hver hækkun verði 0,25 prósent. Það er líka í takt við orð peningastefnunefndar,“ segir Ingólfur. Spáin gerir ráð fyrir minnkandi útflutningi á þessu ári og því næsta sem og meiri innflutningi. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga muni hækka, sérstaklega á næsta ári, vegna aukins launakostnaðar. Í skýrslunni segir að þó séu margir óvissuþættir á íslenskum efnahag. Erfitt sé að spá fyrir um erlenda fjárfestingu í framleiðslu- og orkugeirunum vegna lægri eftirspurnar í heiminum eftir áli. Þá skapi gjaldeyrishöftin einnig óvissu, sem og dómsmál vegna krafna í þrotabú föllnu bankanna, svo dæmi séu tekin. „Kerfislæg vandamál hrópa á mann í kringum fjármagnshöftin og erlendu aðilana í þrotabúunum. Hvernig leyst verður úr því er stóri skugginn í þessari annars frekar björtu mynd sem birtist í hagspám fyrir Ísland um þessar mundir og mesta áhættan varðandi það að spáin rætist eða ekki,“ segir Ingólfur. „Í heildina, hvort sem við lítum á spá okkar, OECD eða annarra aðila undanfarið, þá eru þær flestar svipaðar. Spá ágætum hagvexti, að slakinn í hagkerfinu sé að hverfa og hagur íslenskra heimila vænkast.“ Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
„Þetta virðist vera í línu við spá okkar frá síðustu viku,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Megintónninn er svipaður. Það er að segja að nú eru ágætar hagvaxtarhorfur, þetta og næsta ár. Okkar spá hljóðar upp á nær sama hagvöxt og þeir eru að spá á næsta ári. Við reiknum hins vegar með því að hagvöxturinn í ár verði aðeins meiri en OECD reiknar með.“ OECD spáir allgóðum hagvexti hér á landi samkvæmt nýrri efnahagsskýrslu sem birt var í gær. Spáð er fyrir um 2,7 prósenta hagvöxt á þessu ári og að hann verði 3,2 prósent á næsta ári. Í skýrslunni segir að hagvöxtur í fyrra hafi verið töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Stærstu áhrifavaldar þess eru sagðir vera vöxtur í útflutningi og ferðamennsku. „Hagkerfið er að komast í sæmilegt jafnvægi, en það er sjaldgæft í íslenskri efnahagssögu.“Ingólfur BenderEinnig segir í skýrslu OECD að atvinnulausum hafi fækkað á Íslandi og aðgerðir stjórnvalda til skuldalækkunar heimila muni auka einkaneyslu og hraða efnahagsbata á þessu ári. Þær aðgerðir verða að mestu fjármagnaðar með hærri skatti á skuldir banka og segir í skýrslunni að nauðsynlegt verði að hækka stýrivexti. „Það er í samræmi við það sem við höfum verið að segja. Þegar kemur fram á næsta ár og þarnæsta, þegar spenna fer að byggjast upp í hagkerfinu að nýju og slakinn fer. Samkvæmt þjóðhagsspá okkar eru þrjár stýrivaxtahækkanir á næsta ári og ein árið 2016. Reiknum við með að hver hækkun verði 0,25 prósent. Það er líka í takt við orð peningastefnunefndar,“ segir Ingólfur. Spáin gerir ráð fyrir minnkandi útflutningi á þessu ári og því næsta sem og meiri innflutningi. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga muni hækka, sérstaklega á næsta ári, vegna aukins launakostnaðar. Í skýrslunni segir að þó séu margir óvissuþættir á íslenskum efnahag. Erfitt sé að spá fyrir um erlenda fjárfestingu í framleiðslu- og orkugeirunum vegna lægri eftirspurnar í heiminum eftir áli. Þá skapi gjaldeyrishöftin einnig óvissu, sem og dómsmál vegna krafna í þrotabú föllnu bankanna, svo dæmi séu tekin. „Kerfislæg vandamál hrópa á mann í kringum fjármagnshöftin og erlendu aðilana í þrotabúunum. Hvernig leyst verður úr því er stóri skugginn í þessari annars frekar björtu mynd sem birtist í hagspám fyrir Ísland um þessar mundir og mesta áhættan varðandi það að spáin rætist eða ekki,“ segir Ingólfur. „Í heildina, hvort sem við lítum á spá okkar, OECD eða annarra aðila undanfarið, þá eru þær flestar svipaðar. Spá ágætum hagvexti, að slakinn í hagkerfinu sé að hverfa og hagur íslenskra heimila vænkast.“
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun