Segir nýja stefnu lykilinn að bættri afkomu Haraldur Guðmundsson skrifar 7. maí 2014 08:49 Finnur Oddsson hefur starfað sem forstjóri Nýherja síðan í ágúst. Vísir/Vilhelm „Upplýsingatæknin er nú undirstöðuatriði í öllum rekstri en hún er á sama tíma að taka gífurlegum breytingum. Það sjá allir þessar breytingar og þær áskoranir sem þær skapa fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Fyrirtækið kynnti í síðustu viku uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Hagnaður Nýherja á tímabilinu nam 56 milljónum króna samanborið við 149 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Sala á vörum og þjónustu nam 2.859 milljónum króna en 2.654 milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2013, sem er 7,7 prósenta aukning.Laus við dönsku félögin „Þetta uppgjör er það fyrsta þar sem nýrrar stefnu er farið að gæta. Við erum ekki sátt við afkomu síðustu ára, sem hafa skilað frekar veikburða efnahagsreikningi sem rekja má til eftirkasta hrunsins og fjárfestinga sem skiluðu ekki þeim árangri sem lagt var upp með,“ segir Finnur. „Þess vegna fórum við í vinnu við stefnumótun síðasta haust og lögðum þá drög að áætlun með það markmið að tækla þær áskoranir sem við sjáum á sjóndeildarhringnum. Ef við horfum almennt á reksturinn þá má segja að markmið okkar í þessari nýju stefnu sé að skila heilbrigðum rekstri og hagnaði.“ Nýherji tapaði um 1,6 milljörðum króna á síðasta ári og þurfti þá að afskrifa 1,2 milljarða af viðskiptavild. Tapið tengdist að sögn Finns einkum rekstri tveggja dótturfélaga í Danmörku, Applicon og Applicon Solutions, sem Nýherji seldi í mars. Fyrirtækið seldi einnig danska dótturfélagið Dansupport, því áframhaldandi rekstur var ekki talinn samrýmast nýrri stefnu fyrirtækisins. „Salan á Applicon er hluti af uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Þar var hins vegar lítill söluhagnaður því við vorum búin að skrifa félagið niður í það sem við héldum að við myndum fá fyrir það og það var halli á rekstrinum,“ segir Finnur og bendir á uppgjörstölurnar sem sýna að 26 milljóna króna tap var af aflagðri starfsemi á tímabilinu. „Það sem kemur einnig fram í reikningnum er að hluti af söluverðinu er árangurstengdur og hann hefur ekki verið færður til tekna vegna óvissu um endanlega niðurstöðu. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum neikvæða tölu frá Danmörku og þetta er bara búið sem er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Finnur „Okkur hefur kannski aðeins hætt til að dreifa kröftum of víða, bæði utan landsteina og innan. Það er ljóst að við vorum ekki að ná árangri með þessi félög í Danmörku.“ Þegar Finnur er spurður hvort ákvörðun Nýherja um að kaupa og reka félög í Danmörku hafi verið röng segir hann það auðvelt að vera vitur eftir á. Ómögulegt sé að draga í efa réttmæti ákvarðana gærdagsins með upplýsingum dagsins í dag. „Aðalatriðið er að hanga ekki á einhverju sem er ekki að skila árangri og horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er. Miðað við aðstæður sem voru uppi á árunum 2006-2007 var ekkert óeðlilegt að fyrirtæki eins og Nýherji færi í fjárfestingar erlendis til að styðja við útrás mikilvægra viðskiptavina.“Áhersla lögð á heimamarkaðinn Nýherja-samstæðan samanstendur nú af þremur félögum á Íslandi og einu í Svíþjóð. Rekstri Nýherja hér innanlands er skipt í tvo hluta. Annar sinnir vöru- og lausnasölu en hinn tæknirekstri. Annað félag, TM Software, þróar eigin hugbúnaðarvörur og sinnir ráðgjöf í sérhæfðum lausnum. Að lokum rekur Nýherji ráðgjafarfyrirtækið Applicon, bæði hér á landi og í Svíþjóð, en það sinnir ráðgjöf og þjónustu á sviði viðskiptahugbúnaðar. „Við höfum ákveðið að leggja áherslu á heimamarkaðinn en við sjáum ákveðin tækifæri í því að vera áfram í Svíþjóð því Applicon í Svíþjóð og Applicon á Íslandi vinna mjög vel saman,“ segir Finnur og heldur áfram: „Nýherji er öflugt fyrirtæki með mjög sterka stöðu í vörusölum og sem tölvudeild fyrir fjölda fyrirtækja. Við hefðum viljað sjá meiri aukningu í vörusölu en væntur efnahagsbati gefur væntingar um að hún eigi eftir að taka betur við sér. Í tækniþjónustunni erum við að sjá heilmikla aukningu og TM Software er ævintýri þar sem við sjáum 30 prósenta tekjuvöxt árlega á milli ára,“ segir Finnur og bætir því við að vörur dótturfélagsins séu seldar í 111 löndum. „Það sem skiptir máli er að allar einingarnar eru að skila ágætri afkomu og eru á áætlun. Þegar staðan er þannig þá ertu með fyrirtæki sem er að skila hagnaði sem er gríðarlega mikilvægur viðsnúningur fyrir Nýherja. Við horfum til þess að geta haldið því áfram núna þegar dönsku einingarnar eru komnar út úr samstæðunni.“ Finnur segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort eigið fé fyrirtækisins verði aukið með hlutafjáraukningu. Eiginfjárhlutfall Nýherja er nú 13 prósent. „Það eru þrjár leiðir til að laga eiginfjárhlutfall. Með því að selja eignir, bæta reksturinn eða fara í hlutafjáraukningu. Þessar leiðir eru allar í skoðun. Við erum að bæta reksturinn og selja eignir, það ýtir okkur upp rólega, enda fór hlutfallið úr 11 prósentum við árslok í 13 prósent við lok fyrsta ársfjórðungs.“Síbreytilegt umhverfi Finnur segir fyrirtækið á leiðinni inn í spennandi tíma þar sem upplýsingatæknin sé að taka miklum breytingum. „Okkar hlutverk er að sjá fyrirtækjum fyrir upplýsingatækniinnviðum. Þetta hlutverk hefur tekið stórstígum breytingum á stuttum tíma. Snjallsímarnir og önnur tæki hafa gjörbreytt lífi okkar,“ segir Finnur. Hann segir rannsóknir sýna að eigendur snjallsíma skoða þá að meðaltali 156 sinnum á dag. Um 90 prósent af þeim gögnum sem til séu í dag hafi ekki verið til fyrir tveimur árum. „Allt í einu er það viðskiptamódel sem þú ert vanur að þekkja að breytast og það fljótt. Við erum með alla þessa farsíma og allt þetta gagnamagn og það er öruggt mál að sá sem nýtir sér þær upplýsingar betur en næsti maður mun ná betri árangri,“ segir Finnur. Hann segir heildarfjárfestingu í upplýsingatækni ekki að aukast en að dregið hafi úr hefðbundnum fjárfestingum í búnaði sem heimili og fyrirtæki nota til að geyma gögn. „Stærsta breytingin er tölvuskývæðingin sem hefur afgerandi áhrif á hvernig okkar viðskiptavinir munu sjá sér fyrir innviðum. Þeir munu í auknum mæli leigja sér aðgang að vinnslugetu, geymslu, hugbúnaði og lausnum í gegnum skýþjónustur í stað þess að eiga búnaðinn og hýsa á eigin forsendum. Fjárfestingar færast þannig yfir í rekstrarkostnað, sem jafnar sjóðsstreymi yfir tíma og eykur hagkvæmni í rekstri,“ segir Finnur. Hann segir mikla vinnu fram undan við að takast á við síbreytilegar aðstæður. Þeirri vinnu ljúki aldrei. „Við erum að vinna eftir áætlun og það má segja að við séum komin upp að ökklum á leiðinni yfir ána. Almennt verður fólk í atvinnurekstri, og ekki síst í upplýsingatækni, einfaldlega að sætta sig við stöðugar og endalausar breytingar því hér fleygir tækninni fram á sama tíma og tæknin er að einhverju leyti að grafa undan hefðbundnum viðskiptaáætlunum fyrirtækja.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Upplýsingatæknin er nú undirstöðuatriði í öllum rekstri en hún er á sama tíma að taka gífurlegum breytingum. Það sjá allir þessar breytingar og þær áskoranir sem þær skapa fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Fyrirtækið kynnti í síðustu viku uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Hagnaður Nýherja á tímabilinu nam 56 milljónum króna samanborið við 149 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Sala á vörum og þjónustu nam 2.859 milljónum króna en 2.654 milljónum á fyrsta ársfjórðungi 2013, sem er 7,7 prósenta aukning.Laus við dönsku félögin „Þetta uppgjör er það fyrsta þar sem nýrrar stefnu er farið að gæta. Við erum ekki sátt við afkomu síðustu ára, sem hafa skilað frekar veikburða efnahagsreikningi sem rekja má til eftirkasta hrunsins og fjárfestinga sem skiluðu ekki þeim árangri sem lagt var upp með,“ segir Finnur. „Þess vegna fórum við í vinnu við stefnumótun síðasta haust og lögðum þá drög að áætlun með það markmið að tækla þær áskoranir sem við sjáum á sjóndeildarhringnum. Ef við horfum almennt á reksturinn þá má segja að markmið okkar í þessari nýju stefnu sé að skila heilbrigðum rekstri og hagnaði.“ Nýherji tapaði um 1,6 milljörðum króna á síðasta ári og þurfti þá að afskrifa 1,2 milljarða af viðskiptavild. Tapið tengdist að sögn Finns einkum rekstri tveggja dótturfélaga í Danmörku, Applicon og Applicon Solutions, sem Nýherji seldi í mars. Fyrirtækið seldi einnig danska dótturfélagið Dansupport, því áframhaldandi rekstur var ekki talinn samrýmast nýrri stefnu fyrirtækisins. „Salan á Applicon er hluti af uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Þar var hins vegar lítill söluhagnaður því við vorum búin að skrifa félagið niður í það sem við héldum að við myndum fá fyrir það og það var halli á rekstrinum,“ segir Finnur og bendir á uppgjörstölurnar sem sýna að 26 milljóna króna tap var af aflagðri starfsemi á tímabilinu. „Það sem kemur einnig fram í reikningnum er að hluti af söluverðinu er árangurstengdur og hann hefur ekki verið færður til tekna vegna óvissu um endanlega niðurstöðu. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum neikvæða tölu frá Danmörku og þetta er bara búið sem er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Finnur „Okkur hefur kannski aðeins hætt til að dreifa kröftum of víða, bæði utan landsteina og innan. Það er ljóst að við vorum ekki að ná árangri með þessi félög í Danmörku.“ Þegar Finnur er spurður hvort ákvörðun Nýherja um að kaupa og reka félög í Danmörku hafi verið röng segir hann það auðvelt að vera vitur eftir á. Ómögulegt sé að draga í efa réttmæti ákvarðana gærdagsins með upplýsingum dagsins í dag. „Aðalatriðið er að hanga ekki á einhverju sem er ekki að skila árangri og horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er. Miðað við aðstæður sem voru uppi á árunum 2006-2007 var ekkert óeðlilegt að fyrirtæki eins og Nýherji færi í fjárfestingar erlendis til að styðja við útrás mikilvægra viðskiptavina.“Áhersla lögð á heimamarkaðinn Nýherja-samstæðan samanstendur nú af þremur félögum á Íslandi og einu í Svíþjóð. Rekstri Nýherja hér innanlands er skipt í tvo hluta. Annar sinnir vöru- og lausnasölu en hinn tæknirekstri. Annað félag, TM Software, þróar eigin hugbúnaðarvörur og sinnir ráðgjöf í sérhæfðum lausnum. Að lokum rekur Nýherji ráðgjafarfyrirtækið Applicon, bæði hér á landi og í Svíþjóð, en það sinnir ráðgjöf og þjónustu á sviði viðskiptahugbúnaðar. „Við höfum ákveðið að leggja áherslu á heimamarkaðinn en við sjáum ákveðin tækifæri í því að vera áfram í Svíþjóð því Applicon í Svíþjóð og Applicon á Íslandi vinna mjög vel saman,“ segir Finnur og heldur áfram: „Nýherji er öflugt fyrirtæki með mjög sterka stöðu í vörusölum og sem tölvudeild fyrir fjölda fyrirtækja. Við hefðum viljað sjá meiri aukningu í vörusölu en væntur efnahagsbati gefur væntingar um að hún eigi eftir að taka betur við sér. Í tækniþjónustunni erum við að sjá heilmikla aukningu og TM Software er ævintýri þar sem við sjáum 30 prósenta tekjuvöxt árlega á milli ára,“ segir Finnur og bætir því við að vörur dótturfélagsins séu seldar í 111 löndum. „Það sem skiptir máli er að allar einingarnar eru að skila ágætri afkomu og eru á áætlun. Þegar staðan er þannig þá ertu með fyrirtæki sem er að skila hagnaði sem er gríðarlega mikilvægur viðsnúningur fyrir Nýherja. Við horfum til þess að geta haldið því áfram núna þegar dönsku einingarnar eru komnar út úr samstæðunni.“ Finnur segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort eigið fé fyrirtækisins verði aukið með hlutafjáraukningu. Eiginfjárhlutfall Nýherja er nú 13 prósent. „Það eru þrjár leiðir til að laga eiginfjárhlutfall. Með því að selja eignir, bæta reksturinn eða fara í hlutafjáraukningu. Þessar leiðir eru allar í skoðun. Við erum að bæta reksturinn og selja eignir, það ýtir okkur upp rólega, enda fór hlutfallið úr 11 prósentum við árslok í 13 prósent við lok fyrsta ársfjórðungs.“Síbreytilegt umhverfi Finnur segir fyrirtækið á leiðinni inn í spennandi tíma þar sem upplýsingatæknin sé að taka miklum breytingum. „Okkar hlutverk er að sjá fyrirtækjum fyrir upplýsingatækniinnviðum. Þetta hlutverk hefur tekið stórstígum breytingum á stuttum tíma. Snjallsímarnir og önnur tæki hafa gjörbreytt lífi okkar,“ segir Finnur. Hann segir rannsóknir sýna að eigendur snjallsíma skoða þá að meðaltali 156 sinnum á dag. Um 90 prósent af þeim gögnum sem til séu í dag hafi ekki verið til fyrir tveimur árum. „Allt í einu er það viðskiptamódel sem þú ert vanur að þekkja að breytast og það fljótt. Við erum með alla þessa farsíma og allt þetta gagnamagn og það er öruggt mál að sá sem nýtir sér þær upplýsingar betur en næsti maður mun ná betri árangri,“ segir Finnur. Hann segir heildarfjárfestingu í upplýsingatækni ekki að aukast en að dregið hafi úr hefðbundnum fjárfestingum í búnaði sem heimili og fyrirtæki nota til að geyma gögn. „Stærsta breytingin er tölvuskývæðingin sem hefur afgerandi áhrif á hvernig okkar viðskiptavinir munu sjá sér fyrir innviðum. Þeir munu í auknum mæli leigja sér aðgang að vinnslugetu, geymslu, hugbúnaði og lausnum í gegnum skýþjónustur í stað þess að eiga búnaðinn og hýsa á eigin forsendum. Fjárfestingar færast þannig yfir í rekstrarkostnað, sem jafnar sjóðsstreymi yfir tíma og eykur hagkvæmni í rekstri,“ segir Finnur. Hann segir mikla vinnu fram undan við að takast á við síbreytilegar aðstæður. Þeirri vinnu ljúki aldrei. „Við erum að vinna eftir áætlun og það má segja að við séum komin upp að ökklum á leiðinni yfir ána. Almennt verður fólk í atvinnurekstri, og ekki síst í upplýsingatækni, einfaldlega að sætta sig við stöðugar og endalausar breytingar því hér fleygir tækninni fram á sama tíma og tæknin er að einhverju leyti að grafa undan hefðbundnum viðskiptaáætlunum fyrirtækja.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira