Tónlistarnám eflir einstaklinginn – lagfærum laun tónlistarkennara Jóney Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:45 Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar