Handbolti

Gensheimer verður fyrirliði hjá Degi

Margir telja Gensheimer vera besta hornamann heims.
Margir telja Gensheimer vera besta hornamann heims. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti í gær hver verði fyrirliði landsliðsins undir hans stjórn.

Þjálfarinn ákvað að halda sig við sama fyrirliða sem er hornamaður Rhein-Neckar Löwen, Uwe Gensheimer.

„Uwe nýtur mikillar virðingar innan liðsins sem og í alþjóða handbolta," sagði Dagur.

Gensheimer hefur verið fyrirliði landsliðsins síðan 2011. Hann er búinn að spila 90 landsleiki.

Dagur stýrir þýska landsliðinu í fyrsta sinn á morgun í æfingaleik gegn Sviss og liðin mætast aftur á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×