Þó svo LeBron James sé stærsta stjarna NBA-deildarinnar í dag þá hefur hann ekkert að gera í samkeppnina við Michael Jordan á skómarkaðnum.
Nýju LeBron-skórnir voru frumsýndir í gær og er fastlega búist við því að þeir muni seljast gríðarlega vel.
Engu að síður er miklu meiri áhugi meðal almennings á skóm merktum Michael Jordan sem hætti að spila körfubolta árið 2002.
Fyrir hvert par sem keypt var af LeBron-skóm á síðustu ári fóru út tíu pör af Jordan-skóm. Það er því verk að vinna hjá LeBron á skómarkaðnum.
