Nokkur halli á rekstri Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2014 14:10 Frá fundinum. vísir/gva Ársfundur Landspítala, sem gengur undir yfirskriftinni „Þjóðarsjúkrahús á tímamótum“ hófst klukkan 13 í dag. Í ársreikningi sem lagður var fram má sjá að rekstur spítalans var erfiður á síðasta ári og var nokkur halli á rekstrinum. Fjárheimildir og sértekjur Landspítala árið 2013 námu 43.809 milljónum króna og heildargjöld um 45.293 milljónum króna. Á milli áranna 2012 og 2013 hækkuðu heildarrekstrargjöld spítalans um 11,3% á verðlagi hvors árs. Launagjöld voru stærsti kostnaðarliðurinn eða ríflega 70% útgjalda og er það svipað og síðustu ár, þrátt fyrir að launagjöld hafi hækkað um 10,6% á milli ára. Rekstrargjöld, önnur en laun, eru tæplega 26% af heildargjöldum sem jafnframt er heldur lægra hlutfall en síðustu ár. Starfsmönnum spítalans fjölgaði um 1,9% árið 2013 en dagvinnustöðugildum fækkaði um 0,6%. Þá var 1.292 milljónum króna varið til tækjakaupa, sem nemur 128% hækkun miðað við árið á undan. Hækkunina má rekja til viðbótarfjármagns sem veitt var til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2013 og hins vegar gjafafjár. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012 þar sem lagt er til að Landspítali fái viðbótar fjárheimild að fjárhæð 2.223 milljónir króna vegna ársins 2012, sem skuli mæta hluta hallarekstrar frá árunum fyrir 2010 en eins og fram hefur komið var spítalinn rekinn án halla árin 2010, 2011 og 2012 þrátt fyrir fordæmalausan niðurskurð fjárveitinga. Stefnt er að hallalausum rekstri á yfirstandandi ári. Fram kom á ársfundinum að Landspítali sé rekinn fyrir mun minna fé en stór sjúkrahús í nágrannalöndunum. Nefnt var að hver lega sjúklings á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi væri að jafnaði 58% dýrari en á Landspítala. Vandséð sé að komist verði mikið lengra í hagræðingu á spítalanum nema með hagkvæmari lausnum í húsnæðismálum hans. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ársfundur Landspítala, sem gengur undir yfirskriftinni „Þjóðarsjúkrahús á tímamótum“ hófst klukkan 13 í dag. Í ársreikningi sem lagður var fram má sjá að rekstur spítalans var erfiður á síðasta ári og var nokkur halli á rekstrinum. Fjárheimildir og sértekjur Landspítala árið 2013 námu 43.809 milljónum króna og heildargjöld um 45.293 milljónum króna. Á milli áranna 2012 og 2013 hækkuðu heildarrekstrargjöld spítalans um 11,3% á verðlagi hvors árs. Launagjöld voru stærsti kostnaðarliðurinn eða ríflega 70% útgjalda og er það svipað og síðustu ár, þrátt fyrir að launagjöld hafi hækkað um 10,6% á milli ára. Rekstrargjöld, önnur en laun, eru tæplega 26% af heildargjöldum sem jafnframt er heldur lægra hlutfall en síðustu ár. Starfsmönnum spítalans fjölgaði um 1,9% árið 2013 en dagvinnustöðugildum fækkaði um 0,6%. Þá var 1.292 milljónum króna varið til tækjakaupa, sem nemur 128% hækkun miðað við árið á undan. Hækkunina má rekja til viðbótarfjármagns sem veitt var til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2013 og hins vegar gjafafjár. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012 þar sem lagt er til að Landspítali fái viðbótar fjárheimild að fjárhæð 2.223 milljónir króna vegna ársins 2012, sem skuli mæta hluta hallarekstrar frá árunum fyrir 2010 en eins og fram hefur komið var spítalinn rekinn án halla árin 2010, 2011 og 2012 þrátt fyrir fordæmalausan niðurskurð fjárveitinga. Stefnt er að hallalausum rekstri á yfirstandandi ári. Fram kom á ársfundinum að Landspítali sé rekinn fyrir mun minna fé en stór sjúkrahús í nágrannalöndunum. Nefnt var að hver lega sjúklings á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi væri að jafnaði 58% dýrari en á Landspítala. Vandséð sé að komist verði mikið lengra í hagræðingu á spítalanum nema með hagkvæmari lausnum í húsnæðismálum hans.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira