Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 10:03 Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Vísir/Anton Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira