Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 10:03 Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Vísir/Anton Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira