Villiköttunum tókst ekki að skáka hinum fimm fræknu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 08:43 Connecticut Huskies fagna sigrinum í nótt. Vísir/Getty Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty Körfubolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty
Körfubolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira