Villiköttunum tókst ekki að skáka hinum fimm fræknu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 08:43 Connecticut Huskies fagna sigrinum í nótt. Vísir/Getty Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty Körfubolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty
Körfubolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum