Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins selur 26% hlut í Kerecis Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2014 10:37 Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Vísir/Valli Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt tæplega 26 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu Kerecis. Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af frumkvöðli fyrirtækisins Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir að sjóðurinn hafi náð góðri ávöxtun á fjárfestingu sinni í Kerecis. „Fjársterkir aðilar hafa bæst í hlutahafahóp félagsins undanfarin ár og er fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, sem eru að ná árangri í sölu- og markaðssetningu vörunnar. Nýsköpunarsjóður er sígrænn sjóður og því nýtist hagnaðurinn af þessari sölu í önnur verkefni. Við þökkum stofnendum og starfsmönnum Kerecis fyrir gott samstarf og óskum félaginu áframhaldandi velgengni.” Í tilkynningu segir að Nýsköpunarsjóður hafi fjárfest í Kerecis í ársbyrjun 2010 þegar þróunarstarf félagsins var að hefjast og hefur sjóðurinn fylgt fjárfestingunni eftir í fimm ár. „Á þeim tíma hefur félagið þróað stoðefni sem markaðssett er undir nafninu Kerecis Omega3. Kerecis Omega3 er roð af íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur stoðefni búið til úr millifrumuefni. Markaðssetning á fyrstu vörunni sem byggir á þessari tækni og notuð er til sárameðhöndlunar er hafin. Við notkun er efnið lagt á sár og hjálpar það til við að endurskapa skaðaðan húðvef. Á undanförnu ári hefur Kerecis náð mikilvægum markmiðum, þar á meðal fengið FDA leyfi og aðgang að endurgreiðslukerfi bandarískra tryggingafélaga.“ Guðmundur F. Sigurjónsson framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis, segir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé afskaplega mikilvægur hlekkur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. „Nýsköpunarsjóður, Tækniþróunarsjóður og skattaafsláttur til þróunarfyrirtækja skapa heilstætt umhverfi sem hefur reynst okkur vel. Án fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs værum við ekki þar sem við erum í dag og við þökkum þeim fyrir áræðið og trúna á verkefnið.” „Um Nýsköpunarsjóð Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er óháður áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Um Kerecis Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stoðefni til sárameðhöndlunar og vefjaviðgerðar. Félagið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarvörur sem innihalda Omega3 fitusýrur. Stoðefni eru heil húð eða vefjabútar þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur n.k. stoðefni eða stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkleyfum tækni til að búa til stoðefni úr affrumuðu roði. Á markaði keppa stoðefni Kerecis við stoðefni sem m.a. eru búin til úr mannahúð, svínahúð og svínaþörmum. Stoðefni unnin úr roði hafa forskot fram yfir önnur stoðefni á markaði s.s. minni smithætta, trúarlegt umburðarlyndi, auk þess að innihalda Omega3 fjölómettaðar fitusýrur. Stoðefni Kerecis eru framleidd undir vörumerkinu Kerecis Omega3. Fyrirtækið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarefni undir vörumerkinu Kerecis mOmega3 sem seld eru í lyfjaverslunum um land allt og notuð eru á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum. Framleiðsla Kerecis er á Ísafirði og hefur félagið einnig starfsstöð í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt tæplega 26 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu Kerecis. Kaupendur eru stofnendur félagsins og íslenskir fjárfestar sem leiddir eru af frumkvöðli fyrirtækisins Guðmundi F. Sigurjónssyni. Kaupverðið er trúnaðarmál. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir að sjóðurinn hafi náð góðri ávöxtun á fjárfestingu sinni í Kerecis. „Fjársterkir aðilar hafa bæst í hlutahafahóp félagsins undanfarin ár og er fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, sem eru að ná árangri í sölu- og markaðssetningu vörunnar. Nýsköpunarsjóður er sígrænn sjóður og því nýtist hagnaðurinn af þessari sölu í önnur verkefni. Við þökkum stofnendum og starfsmönnum Kerecis fyrir gott samstarf og óskum félaginu áframhaldandi velgengni.” Í tilkynningu segir að Nýsköpunarsjóður hafi fjárfest í Kerecis í ársbyrjun 2010 þegar þróunarstarf félagsins var að hefjast og hefur sjóðurinn fylgt fjárfestingunni eftir í fimm ár. „Á þeim tíma hefur félagið þróað stoðefni sem markaðssett er undir nafninu Kerecis Omega3. Kerecis Omega3 er roð af íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur stoðefni búið til úr millifrumuefni. Markaðssetning á fyrstu vörunni sem byggir á þessari tækni og notuð er til sárameðhöndlunar er hafin. Við notkun er efnið lagt á sár og hjálpar það til við að endurskapa skaðaðan húðvef. Á undanförnu ári hefur Kerecis náð mikilvægum markmiðum, þar á meðal fengið FDA leyfi og aðgang að endurgreiðslukerfi bandarískra tryggingafélaga.“ Guðmundur F. Sigurjónsson framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis, segir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé afskaplega mikilvægur hlekkur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. „Nýsköpunarsjóður, Tækniþróunarsjóður og skattaafsláttur til þróunarfyrirtækja skapa heilstætt umhverfi sem hefur reynst okkur vel. Án fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs værum við ekki þar sem við erum í dag og við þökkum þeim fyrir áræðið og trúna á verkefnið.” „Um Nýsköpunarsjóð Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er óháður áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Um Kerecis Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stoðefni til sárameðhöndlunar og vefjaviðgerðar. Félagið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarvörur sem innihalda Omega3 fitusýrur. Stoðefni eru heil húð eða vefjabútar þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur n.k. stoðefni eða stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkleyfum tækni til að búa til stoðefni úr affrumuðu roði. Á markaði keppa stoðefni Kerecis við stoðefni sem m.a. eru búin til úr mannahúð, svínahúð og svínaþörmum. Stoðefni unnin úr roði hafa forskot fram yfir önnur stoðefni á markaði s.s. minni smithætta, trúarlegt umburðarlyndi, auk þess að innihalda Omega3 fjölómettaðar fitusýrur. Stoðefni Kerecis eru framleidd undir vörumerkinu Kerecis Omega3. Fyrirtækið framleiðir einnig húðmeðhöndlunarefni undir vörumerkinu Kerecis mOmega3 sem seld eru í lyfjaverslunum um land allt og notuð eru á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum. Framleiðsla Kerecis er á Ísafirði og hefur félagið einnig starfsstöð í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent