Tónlistarnám eflir einstaklinginn – lagfærum laun tónlistarkennara Jóney Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:45 Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun