Tónlistarnám eflir einstaklinginn – lagfærum laun tónlistarkennara Jóney Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:45 Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun