Alvotech eykur umsvif sín: Tvö líftæknilyf verða að sex Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. október 2014 11:10 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Umsvif fyrirtækisins Alvotech, sem er systurfyrirtæki Alvogen, hér á landi verða talsvert meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Upphaflega stóð til að í Hátæknisetrinu í Vatnsmýrinni yrðu tvö líftæknilyf þróuð en nú hefur verið ákveðið að lyfin verði sex talsins. „Árlegt söluverðmæti þeirra lyfja sem renna af einkaleyfi til ársins 2020 er um 100 milljarðar bandaríkjadala. Það felast í þessu bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram á Vísi að á næstu mánuðum verði ráðið í fimmtíu fyrstu störfin við Hátæknisetrið. „Nú er auglýst eftir 35 háskólamenntuðum Íslendingum með raunvísindabakgrunn og fyrri hluta næsta árs verður ráðningum haldið áfram,“ segir í tilkynningu Alvotech og bætt við að búast megi við að um 200 ný störf verði til í tengslum við starfsemina á næstu árum. Alvogen og önnur lyfjafyrirtæki munu sjá um markaðssetningu lyfjanna.Hér má sjá nokkra af starfsmönnum Alvotech.Íslendingar í lykilhlutverki Haft var eftir Andreas Hermann, forstjóra Alvotech, að Íslendingar verði í lykilhlutverki í uppbyggingu Alvotech: „Við stefnum að því að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað með okkar lyf þegar einkaleyfi renna út árið 2018 og síðar. Íslendingar verða í lykilhlutverkum í uppbyggingu Alvotech og eru góð blanda við öfluga erlenda stjórnendur sem nú þegar hafa verið ráðnir.“ Í upphaflegri tilkynningu fyrirtækisins kom fram að fjárfestingar fyrirtækisins verði tvöfalt meiri en stóð til, en það rétta er að þær verða þrefalt meiri. Upphaflega var gert ráð fyrir að fjárfestingar fyrirtækisins hér á landi yrðu 25 milljarðar en nú stendur til að þær verði 75 milljarðar króna.Hugmyndin kviknaði fyrir 10 árumRóbert Wessman segir að hugmyndin um nýtt líftæknifyrirtæki hafi kveiknað fyrir um 10 árum síðan. „Það eru um 10 ár síðan ég hugsaði með mér að áhugavert væri að byggja upp nýtt líftæknifyrirtæki. Það hefur legið fyrir í mörg ár að viðskiptamódel samheitalyfjafyrirtækja þarf að breytast. Við þurfum að aðlaga okkur að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Fjöldi hefðbundinna samheitalyfja sem renna af einkaleyfi er að fækka umtalsvert á sama tíma og mörg af söluhæstu lyfjum í heiminum í dag eru líftæknilyf. Það felast í þessu talsverð tækifæri og ánægjulegt að geta byggt upp slíka starfsemi hér á landi.“ Hann segir að með tilkomu lyfja Alvotech muni fleiri hafa aðgengi að háþróuðum lyfjum. „Með tilkomu okkar lyfja sem koma á markað eftir að einkaleyfi frumlyfja renna út lækka verð umtalsvert og aðgengi sjúklinga að háþróuðum lyfjum eykst og það er eftir miklu að slægjast takist okkur að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað. Í dag hafa tiltölulega fá samheitalyfjafyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði því það er talsverð áskorun að byggja upp fyrirtæki á þessu sviði. Þú þarft að hugsa til langs tíma og það er mikil fjárfesting sem þessu fylgir.“Svona er áætlað að Hátæknisetrið muni líta út.Búast við 100 milljörðum í árstekjur Alvogen mun markaðssetja lyf Alvotech þegar þau koma á markað á árinu 2018 og síðar. „Alvogen hefur á undanförnum tveimur árum selt líftæknilyf á mörkuðum sínum í Mið- og Austur Evrópu og þannig höfum við byggt upp þekkingu og sölunet sem mun nýtast við markaðssetningu okkar lyfja síðar“. Róbert segir að Alvotech stefni að því að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað með líftæknilyf þegar einkaleyfi þeirra renna út. „Þau lyf sem við munum setja á markað hafa nú þegar verið á markaði í fjölda ára og er árlegt söluverðmæti þeirra um 15 milljarðar evra. Það er því eftir miklu að slægjast. Við munum selja okkar lyf um allan heim og þegar lyfin verða komin á markað má búast við að árstekjur Alvotech verði vel yfir 100 milljarða króna.“Hér má sjá teikningu af svæðinu sem Hátæknisetrið rís á. Tengdar fréttir Markaðurinn í dag: Verksmiðjum Marels fækkar um helming Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, tekur af öll tvímæli um að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar úr landi og ræðir rekstrarafkomu Marels, sem var að hans sögn óviðunandi, í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun. 29. október 2014 10:18 Fjárfestingin tvöfalt meiri en áætlað var Heildarfjárfesting Alvotech á svið líftæknilyfja í tengslum við nýtt Hátæknisetur í Vatnsmýri nemur um 75 milljörðum króna. Á næstu mánuðum verður ráðið í fyrstu 50 störfin tengd setrinu. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Umsvif fyrirtækisins Alvotech, sem er systurfyrirtæki Alvogen, hér á landi verða talsvert meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Upphaflega stóð til að í Hátæknisetrinu í Vatnsmýrinni yrðu tvö líftæknilyf þróuð en nú hefur verið ákveðið að lyfin verði sex talsins. „Árlegt söluverðmæti þeirra lyfja sem renna af einkaleyfi til ársins 2020 er um 100 milljarðar bandaríkjadala. Það felast í þessu bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram á Vísi að á næstu mánuðum verði ráðið í fimmtíu fyrstu störfin við Hátæknisetrið. „Nú er auglýst eftir 35 háskólamenntuðum Íslendingum með raunvísindabakgrunn og fyrri hluta næsta árs verður ráðningum haldið áfram,“ segir í tilkynningu Alvotech og bætt við að búast megi við að um 200 ný störf verði til í tengslum við starfsemina á næstu árum. Alvogen og önnur lyfjafyrirtæki munu sjá um markaðssetningu lyfjanna.Hér má sjá nokkra af starfsmönnum Alvotech.Íslendingar í lykilhlutverki Haft var eftir Andreas Hermann, forstjóra Alvotech, að Íslendingar verði í lykilhlutverki í uppbyggingu Alvotech: „Við stefnum að því að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað með okkar lyf þegar einkaleyfi renna út árið 2018 og síðar. Íslendingar verða í lykilhlutverkum í uppbyggingu Alvotech og eru góð blanda við öfluga erlenda stjórnendur sem nú þegar hafa verið ráðnir.“ Í upphaflegri tilkynningu fyrirtækisins kom fram að fjárfestingar fyrirtækisins verði tvöfalt meiri en stóð til, en það rétta er að þær verða þrefalt meiri. Upphaflega var gert ráð fyrir að fjárfestingar fyrirtækisins hér á landi yrðu 25 milljarðar en nú stendur til að þær verði 75 milljarðar króna.Hugmyndin kviknaði fyrir 10 árumRóbert Wessman segir að hugmyndin um nýtt líftæknifyrirtæki hafi kveiknað fyrir um 10 árum síðan. „Það eru um 10 ár síðan ég hugsaði með mér að áhugavert væri að byggja upp nýtt líftæknifyrirtæki. Það hefur legið fyrir í mörg ár að viðskiptamódel samheitalyfjafyrirtækja þarf að breytast. Við þurfum að aðlaga okkur að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Fjöldi hefðbundinna samheitalyfja sem renna af einkaleyfi er að fækka umtalsvert á sama tíma og mörg af söluhæstu lyfjum í heiminum í dag eru líftæknilyf. Það felast í þessu talsverð tækifæri og ánægjulegt að geta byggt upp slíka starfsemi hér á landi.“ Hann segir að með tilkomu lyfja Alvotech muni fleiri hafa aðgengi að háþróuðum lyfjum. „Með tilkomu okkar lyfja sem koma á markað eftir að einkaleyfi frumlyfja renna út lækka verð umtalsvert og aðgengi sjúklinga að háþróuðum lyfjum eykst og það er eftir miklu að slægjast takist okkur að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað. Í dag hafa tiltölulega fá samheitalyfjafyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði því það er talsverð áskorun að byggja upp fyrirtæki á þessu sviði. Þú þarft að hugsa til langs tíma og það er mikil fjárfesting sem þessu fylgir.“Svona er áætlað að Hátæknisetrið muni líta út.Búast við 100 milljörðum í árstekjur Alvogen mun markaðssetja lyf Alvotech þegar þau koma á markað á árinu 2018 og síðar. „Alvogen hefur á undanförnum tveimur árum selt líftæknilyf á mörkuðum sínum í Mið- og Austur Evrópu og þannig höfum við byggt upp þekkingu og sölunet sem mun nýtast við markaðssetningu okkar lyfja síðar“. Róbert segir að Alvotech stefni að því að vera í hópi fyrstu fyrirtækja á markað með líftæknilyf þegar einkaleyfi þeirra renna út. „Þau lyf sem við munum setja á markað hafa nú þegar verið á markaði í fjölda ára og er árlegt söluverðmæti þeirra um 15 milljarðar evra. Það er því eftir miklu að slægjast. Við munum selja okkar lyf um allan heim og þegar lyfin verða komin á markað má búast við að árstekjur Alvotech verði vel yfir 100 milljarða króna.“Hér má sjá teikningu af svæðinu sem Hátæknisetrið rís á.
Tengdar fréttir Markaðurinn í dag: Verksmiðjum Marels fækkar um helming Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, tekur af öll tvímæli um að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar úr landi og ræðir rekstrarafkomu Marels, sem var að hans sögn óviðunandi, í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun. 29. október 2014 10:18 Fjárfestingin tvöfalt meiri en áætlað var Heildarfjárfesting Alvotech á svið líftæknilyfja í tengslum við nýtt Hátæknisetur í Vatnsmýri nemur um 75 milljörðum króna. Á næstu mánuðum verður ráðið í fyrstu 50 störfin tengd setrinu. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Markaðurinn í dag: Verksmiðjum Marels fækkar um helming Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, tekur af öll tvímæli um að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar úr landi og ræðir rekstrarafkomu Marels, sem var að hans sögn óviðunandi, í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun. 29. október 2014 10:18
Fjárfestingin tvöfalt meiri en áætlað var Heildarfjárfesting Alvotech á svið líftæknilyfja í tengslum við nýtt Hátæknisetur í Vatnsmýri nemur um 75 milljörðum króna. Á næstu mánuðum verður ráðið í fyrstu 50 störfin tengd setrinu. 29. október 2014 07:00