Viðskipti innlent

Verður áfram í stjórn N1

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Guðmundsdóttir er stjórnarformaður N1.
Margrét Guðmundsdóttir er stjórnarformaður N1. vísir/vilhelm
Stjórn N1 hf. hefur yfirfarið hæfi Margrétar Guðmundsdóttur stjórnarformanns félagsins með tilliti til útgáfu ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur henni. Margrét, sem var einn af stjórnarmönnum SPRON, er ásamt öðrum fyrrverandi stjórnarmönnum þar ákærð fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjárfestingafélagsins Existu. 

Í tilkynningu frá N1 til Kauphallarinnar segir að höfðu samráði við Kauphöll Íslands og með vísan til reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga geri stjórn ekki athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf Margrétar fyrir félagið og nýtur hún fulls trausts stjórnarinnar nú sem hingað til.

Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu og hér á Vísi gegna tveir hinna ákærðu stjórnarstörfum fyrir félög sem skráð eru í Kauphöllina. Auk Margrétar er Rannveig Rist í stjórn HB Granda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×