Dómur fellur á morgun: Gæti toppað leiðréttinguna Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 16:13 Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/GVA Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér. Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér.
Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00