Dómur fellur á morgun: Gæti toppað leiðréttinguna Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 16:13 Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/GVA Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér. Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér.
Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00