Dómur fellur á morgun: Gæti toppað leiðréttinguna Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 16:13 Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/GVA Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér. Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Maria Elvira Mendez Pinedo, doktor í Evrópurétti og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir að komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tenging fasteignalána við vísitölu neysluverðs sé ólögmæt geti það haft í för með sér að neytendur með slík lán eigi rétt á meiri leiðréttingum en aðgerðir ríkisstjórnarinnar feli í sér. EFTA-dómstóllinn mun á morgun gefa ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Að sögn Mariu mun reyna á lögmæti íslenskrar löggjafar um tengingu fasteignalána við vísitölu neysluverðs gagnvart tveimur tilskipunum Evrópusambandsins. Annars vegar tilskipunar nr.93/13/EBE sem bannar ósanngjarna samningsskilmála og hins vegar tilskipun nr.2005/29 sem bannar ósanngjarna samningsframkvæmd. Samkvæmt tilskipununum teljist samningar sem séu skaðlegir efnahagslegum hagsmunum neytenda ósanngjarnir. Slíkir samningar séu ógildir og geti ógilding þeirra farið fram fyrir innlendum dómstólum. Verði niðurstaðan sú í áliti EFTA-dómstólsins á morgun geti það þýtt að lánasamningar fasteignalána tengdum vísitölu neysluverðs séu ógildir að hluta og þá þurfi að endurreikna höfuðstól lánanna og vexti. EFTA-dómstóllinn muni svara spurningunni um lögmæti íslenskra fasteignalána með tengingu við vísitölu neysluverðs út frá evrópskri löggjöf. Mestu máli skipti hvort niðurstaðan leiði af sér að slík lán teljist ógild, að hluta og þá hvort endurreikna eigi lánin. Verði niðurstaðan sú geti það leitt af sér meiri leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heldur en leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nú eru boði fela í sér.
Tengdar fréttir Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Hundraða milljarða hagsmunir í húfi EFTA-dómstóllinn kveður á morgun upp dóm í máli lántakanda gegn Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna. 27. ágúst 2014 07:00