Handbolti

Kiel vann rússneska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Filip Jicha og félagar unnu sigur á rússneska landsliðinu.
Filip Jicha og félagar unnu sigur á rússneska landsliðinu. Vísir/Getty
THW Kiel, lið þeirra Alfreðs Gíslasonar og Arons Pálmarssonar, mætti rússneska landsliðinu í æfingaleik á dögunum.

Þýska liðið byrjaði leikinn betur og komst í 6-2 eftir níu mínútna leik. Rússarnir tóku þá við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu metin. Kiel náði frumkvæðinu svo á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 15-11.

Fyrri hluti seinni hálfleiks var jafn, en í stöðunni 22-19 breytti Alfreð um vörn og í kjölfarið á því skoraði Kiel fjögur mörk í röð og náði sjö marka forystu, 26-19.

Rússarnir löguðu stöðuna undir lokin, en það dugði ekki til. Lokatölur 30-25, Kiel í vil.

Patrick Wiencek og Nicklas Ekberg voru markahæstir í liði Kiel með fjögur mörk hvor. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk. Markverðir þýska liðsins, Svíarnir Johan Sjöstrand og Andreas Palicka, vörðu samtals 17 skot.

Kiryll Voronin skoraði mest fyrir Rússland, eða fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×