Íslendingar búi við höft næstu árin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2014 20:00 Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira