Handbolti

Viðræður í gangi milli Kiel og Veszprem

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Getty
„Bara að vinna Meistaradeildina hefði verið betra, ég var auðvitað gríðarlega svekktur eftir leikinn,“ sagði Aron Pálmarsson í útvarpsþættinum FM95BLÖ á föstudaginn.

„Ég er valinn verðmætasti leikmaðurinn og þú gagnrýnir mig samt,“ svaraði Aron hlæjandi þegar Egill Einarsson spurði hvað fór úrskeiðis í leiknum.

Aron er á förum frá Kiel og skrifaði undir hjá ungverska liðinu Veszprem á dögunum.

„Ég er búinn að semja við Veszprem en er með samning við Kiel til 2015. Það eru einhverjar viðræður í gangi milli félaganna því Veszprem vill fá mig strax. Ef það tekst ekki tek ég eitt ár í viðbót við Kiel, það þarf ekkert að pína mig til að spila með besta liði í heimi.“

Aron viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að vera á förum.

„Það heillar mig mikið að prófa eitthvað nýtt. Áætlun liðsins er að verða besta lið í heimi á næstu árum. Þeir hafa aldrei unnið Meistaradeildina en ansi oft verið nálægt því,“ sagði Aron.

Viðtalið við Aron hefst eftir 40. mínútur og má heyra það hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×