Audi vann Le Mans í 13. sinn Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 10:33 Audi R18 etron á fullri ferð í Le Mans um helgina. Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent