Handbolti

Hamburg fær ekki keppnisleyfi

Andreas Rudolph, örlagavaldur Hamburg.
Andreas Rudolph, örlagavaldur Hamburg. vísir/getty
Þýska handknattleikssambandið staðfesti í dag að stórlið Hamburg myndi ekki fá keppnisleyfi í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Félagið hefur ekki getað sýnt fram á að það geti staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar og þar af leiðandi fær félagið ekki keppnisleyfi.

Þetta þýðir að félagið þarf að hefja leik í 3. deildinni næsta vetur og Balingen mun halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Þetta er önnur staðfesting deildarinnar á því að Hamburg verði ekki með í úrvalsdeildinni næsta vetur. Félagið áfrýjaði upprunalegum úrskurði en hafði ekki erindi sem erfiði. Hamburg getur enn áfrýjað á einn stað til viðbótar en eftir það verður félagið að sætta sig við sín örlög.

Rekstrargrundvöllur félagsins hrundi þegar hinn moldríki Andreas Rudolph hætti óvænt afskiptum af félaginu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×