Svipmynd Markaðarins: Undirbýr byggingu 5 stjörnu hótels Haraldur Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 09:54 Grímur er mikill hestamaður og ætlar að ríða norður í Húnavatnssýslur í sumar. Vísir/GVA „Við erum nú á fullu við að undirbúa sumarvertíðina og framkvæmdirnar sem munu hefjast í haust þar sem við ætlum að stækka upplifunarsvæði lónsins og byggja fimm stjörnu lúxushótel,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann hefur ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins unnið að undirbúningi verkefnisins í þrjú ár. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hönnun og annan undirbúning framkvæmdanna. „Við munum taka fjárfestingarákvörðunina á stjórnarfundi í ágúst en þetta eru framkvæmdir upp á fimm milljarða króna. Þetta er komið á þann stað að það þarf mikið að ganga á til að verkefnið fari ekki af stað,“ segir Grímur. Hann stofnaði Bláa Lónið ásamt fleirum árið 1992. Síðan þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri fyrirtækisins og á þeim tíma hefur gengið á ýmsu. „Við höfum bæði notið uppgangs og velgengni og farið í gegnum erfiðleika og það sem stendur upp úr var þegar mönnum tókst að vinna úr erfiðri stöðu og koma sterkari út úr henni.“ Grímur hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins síðastliðin tíu ár og í síðasta mánuði var hann kjörinn formaður SAF. „Það er mjög spennandi verkefni því það er gríðarlegur vöxtur í greininni og mörg krefjandi verkefni fram undan. Við erum nú að undirbúa mikilvægan félagsfund sem verður haldinn á miðvikudaginn [í dag] þar sem fjallað verður um valkosti í gjaldtöku af ferðamönnum til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða,“ segir Grímur. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr læknanámi í Háskóla Íslands árið 1981 og starfaði sem heimilislæknir í Reykjavík til ársins 1990. „Það blundaði alltaf í mér löngun til að fara út í eigin atvinnurekstur. Minn upphaflegi áhugi á Bláa lóninu tengdist lækningarmætti lónsins við psoriasis og hann gerði það að verkum að ég fór að skoða möguleikann á að þróa þar heilsutengda starfsemi.“ Grímur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu með meistaraflokki Vals og hann var formaður íþróttafélagsins árin 2002-2009. „Ég er einnig búinn að stunda hestamennsku í 15 ár. Ég fer alltaf með vinahópnum í hestaferð á hverju sumri og það á að ríða norður í Húnavatnssýslur í ár. Svo fer ég í lax með bræðrum mínum, vinum og sonum á hverju sumri og svo slær maður golfbolta þess á milli með frúnni og félögunum. Þannig að það er nóg að gera.Dagný PétursdóttirDagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins „Grímur er frumkvöðull með skýra framtíðarsýn og keppnisskap. Hann er mjög talnaglöggur og keyrir okkur oft í kaf þegar hann þylur upp tölur úr rekstrinum. Sem betur fer, fyrir okkur sem störfum með honum, er Grímur einn af þeim fágætu frumkvöðlum sem er óhræddur við að sleppa hendinni af „barninu“ sínu því hann treystir og stendur með sínu fólki. Það er eins og að hann hafi aldrei skilað fyrirliðabandinu hjá Val á sínum tíma því hann er ómetanlegur fyrirliði í því þétta teymi sem hann hefur byggt upp hérna hjá Bláa Lóninu.“Sigurður Lárus HólmSigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Vatnaskila „Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við vorum bekkjarfélagar öll fjögur árin. Vinskapur okkar á sér ekki rætur úr daglegum störfum, við erum þar ekki á sama vettvangi. Hins vegar meðal annars í gegnum samstarf okkar í Val eru mér ljósir þeir leiðtogahæfileikar og framsýni sem maðurinn býr yfir þótt á stundum örli á hvatvísi. Það má segja um Grím eins og sagt hefur verið um íslenska sjómenn að hann er þrautgóður á raunastund. Sá árangur og sú framþróun sem Bláa Lónið hefur náð er vitnisburður um þessa eiginleika piltsins þótt væntanlega komi þar að góður samheldinn hópur, en í öllum góðum liðum er góður fyrirliði.“ Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Við erum nú á fullu við að undirbúa sumarvertíðina og framkvæmdirnar sem munu hefjast í haust þar sem við ætlum að stækka upplifunarsvæði lónsins og byggja fimm stjörnu lúxushótel,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann hefur ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins unnið að undirbúningi verkefnisins í þrjú ár. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hönnun og annan undirbúning framkvæmdanna. „Við munum taka fjárfestingarákvörðunina á stjórnarfundi í ágúst en þetta eru framkvæmdir upp á fimm milljarða króna. Þetta er komið á þann stað að það þarf mikið að ganga á til að verkefnið fari ekki af stað,“ segir Grímur. Hann stofnaði Bláa Lónið ásamt fleirum árið 1992. Síðan þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri fyrirtækisins og á þeim tíma hefur gengið á ýmsu. „Við höfum bæði notið uppgangs og velgengni og farið í gegnum erfiðleika og það sem stendur upp úr var þegar mönnum tókst að vinna úr erfiðri stöðu og koma sterkari út úr henni.“ Grímur hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins síðastliðin tíu ár og í síðasta mánuði var hann kjörinn formaður SAF. „Það er mjög spennandi verkefni því það er gríðarlegur vöxtur í greininni og mörg krefjandi verkefni fram undan. Við erum nú að undirbúa mikilvægan félagsfund sem verður haldinn á miðvikudaginn [í dag] þar sem fjallað verður um valkosti í gjaldtöku af ferðamönnum til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða,“ segir Grímur. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr læknanámi í Háskóla Íslands árið 1981 og starfaði sem heimilislæknir í Reykjavík til ársins 1990. „Það blundaði alltaf í mér löngun til að fara út í eigin atvinnurekstur. Minn upphaflegi áhugi á Bláa lóninu tengdist lækningarmætti lónsins við psoriasis og hann gerði það að verkum að ég fór að skoða möguleikann á að þróa þar heilsutengda starfsemi.“ Grímur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu með meistaraflokki Vals og hann var formaður íþróttafélagsins árin 2002-2009. „Ég er einnig búinn að stunda hestamennsku í 15 ár. Ég fer alltaf með vinahópnum í hestaferð á hverju sumri og það á að ríða norður í Húnavatnssýslur í ár. Svo fer ég í lax með bræðrum mínum, vinum og sonum á hverju sumri og svo slær maður golfbolta þess á milli með frúnni og félögunum. Þannig að það er nóg að gera.Dagný PétursdóttirDagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins „Grímur er frumkvöðull með skýra framtíðarsýn og keppnisskap. Hann er mjög talnaglöggur og keyrir okkur oft í kaf þegar hann þylur upp tölur úr rekstrinum. Sem betur fer, fyrir okkur sem störfum með honum, er Grímur einn af þeim fágætu frumkvöðlum sem er óhræddur við að sleppa hendinni af „barninu“ sínu því hann treystir og stendur með sínu fólki. Það er eins og að hann hafi aldrei skilað fyrirliðabandinu hjá Val á sínum tíma því hann er ómetanlegur fyrirliði í því þétta teymi sem hann hefur byggt upp hérna hjá Bláa Lóninu.“Sigurður Lárus HólmSigurður Lárus Hólm, framkvæmdastjóri Vatnaskila „Leiðir okkar Gríms lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við vorum bekkjarfélagar öll fjögur árin. Vinskapur okkar á sér ekki rætur úr daglegum störfum, við erum þar ekki á sama vettvangi. Hins vegar meðal annars í gegnum samstarf okkar í Val eru mér ljósir þeir leiðtogahæfileikar og framsýni sem maðurinn býr yfir þótt á stundum örli á hvatvísi. Það má segja um Grím eins og sagt hefur verið um íslenska sjómenn að hann er þrautgóður á raunastund. Sá árangur og sú framþróun sem Bláa Lónið hefur náð er vitnisburður um þessa eiginleika piltsins þótt væntanlega komi þar að góður samheldinn hópur, en í öllum góðum liðum er góður fyrirliði.“
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun