Helmingur af áfengissölu ekki gefinn rétt upp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. maí 2014 20:30 Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira