Helmingur af áfengissölu ekki gefinn rétt upp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. maí 2014 20:30 Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira