Helmingur af áfengissölu ekki gefinn rétt upp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. maí 2014 20:30 Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“ Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Tæpur helmingur af veltu áfengissölu á vínveitingastöðum er ekki gefinn rétt upp til skatts. „Lækka þarf virðisaukaskatt á áfengi, en hækka þess í stað áfengisgjöld“, segir höfundur skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í gær. Í skýrslunni kemur fram að tæpur helmingur af veltu áfengissölu vínveitingastaða sé ekki gefinn rétt upp til skatts. Á áfengi er 25,5% virðisaukaskattur en 7% á öðrum veitingum. Sú velta sem vínveitingastaðir gáfu upp í 25,5% þrepinu árið 2013, var tæpir 13 milljarðar. Hins vegar telja skýrsluhöfundur að reiknað söluandvirði ætti að vera rúmir 22 milljarðar, en þetta þýðir veltufrávik upp á tæp 42%. Það eru helst fjórar leiðir sem vínveitingastaðir nota til að gefa ekki áfengissölu rétt upp til skatts. Í fyrsta lagi að skrá sölu áfengs drykkjar alfarið í 7% þrepinu. Þetta eru skattsvik samkvæmt skýrsluhöfundum. Í öðru lagi að skrá sölu blandaðra drykkja í fleiri en eitt þrep. Þetta teljast einnig vera skattsvik. Í þriðja lagi að selja drykkinn í tveimur glösum og selja áfenga hlutann í 25,5% þrepinu og þann óáfenga í 7% þrepinu. Þetta telja skýrsluhöfundar vera á gráu svæði, en líklega í lagi. Í fjórða lagi að selja tilreiddan mat dýrt en áfengið með matnum er selt með minni eða engri álagningu. Þessa leið telja skýrsluhöfundar vera löglega aðferð til skattatakmörkunar. Höfundar skýrslunnar telja algengustu leiðina vera þá, að vínveitingastaðir skrái áfengi í 7 prósenta þrepinu, en ríkissjóður verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. En hvað er til ráða? „Jú, það sem við höfum nefnt er að lækka virðisaukaskatt á áfengi og hækka á móti áfengisgjald. Þetta myndi koma út á sama stað, en einfaldlega tryggari aðilar sem myndu taka á móti virðisaukaskattinum, sem eru framleiðendur og innflytjendur áfengis og það er töluvert betra og auðveldara að hafa eftirlit með þeim aðilum“, segir Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslunnar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða virðisaukaskattskerfið og að sú vinna sé í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. „Ef að hugmyndin er sú að taka virðisaukaskattinn á áfenginu niður í neðra þrepið þá myndi ég nú þurfa að skoða það hvaða heildaráhrif það hefði á móti því að hækka áfengisgjöldin. En ég skal ekki útiloka neinar góðar hugmyndir.“
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur