Viðskipti innlent

Fyrirtæki ársins kynnt í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR
Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR
Árleg verðlaun VR, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar til fyrirtækja og stofnana ársins verða veitt í dag við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu. Athöfnin hefst klukkan 17:15 og stendur öllum opin.

Meginmarkmið verðlaunanna er „að skapa jákvæðan hvata fyrir vinnuveitendur til að standa sig vel gagnvart starfsmönnum sínum,“ eins og fram kemur í tilkynningu.
 
Könnunin mælir viðhorf starfsmanna til átta lykilþátta á sínum vinnustað; trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd og ánægju og stolts af vinnustað. Einkunn er gefin fyrir hvern þátt frá einum og upp í fimm og saman mynda þær svo heildareinkunn fyrirtækisins.
 
Þetta er 17. árið í röð sem VR velur Fyrirtæki ársins á grundvelli könnunar meðal félagsmanna. Fyrsta árið tók könnunin til 1.500 manna úrtaks en í dag eiga allir fullgildir félagsmenn VR, vel á þriðja tug þúsunda, möguleika á að taka könnunina.

Tuttugu þúsund aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði gefst einnig færi á að taka þátt í könnunni og því nær hún alls til um um 30% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×