Viðskipti innlent

Efnahagsleg frammistaða Íslands að batna

Bjarki Ármannsson skrifar
Skýrslan var kynnt á umræðufundi Viðskiptaráðs og VÍB í Hörpu í dag.
Skýrslan var kynnt á umræðufundi Viðskiptaráðs og VÍB í Hörpu í dag. Vísir/Daníel
Ísland hækkar um fjögur sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða í skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD sem kynnt var í morgun. Viðskiptaráð segir ástæðuna vera þá að efnahagsleg frammistaða landsins er að batna.

Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins. Björn Brynjólfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti skýrsluna á umræðufundi Viðskiptaráðs og VÍB um samkeppnishæfni  Íslands. Í henni segir að Ísland hafi hækkað úr 29. sæti í það 25. 

„Við erum að ná verðbólgu niður og atvinnuleysi er að lækka,“ segir Björn í viðtali við Viðskiptablaðið. „Við erum að ná aftur jafnvægi í opinberum fjármálum og það er margt sem horfir til betri vegar, bæði í atvinnulífi og í stefnumótun hins opinbera.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×