Íslendingar farnir að teygja sig í kampavínið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2014 13:25 VISIR/GETTY „Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“ Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun