Íslendingar farnir að teygja sig í kampavínið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2014 13:25 VISIR/GETTY „Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira