Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 15:15 Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. Guðmundur hefur gagnrýnt mótafyrirkomulagið í Þýskalandi en Kiel varð meistari um helgina eftir að hafa unnið stórsigur á Füchse Berlin á heimavelli. Löwen var með betra markahlutfall fyrir lokaumferðina en missti Kiel upp fyrir sig þrátt fyrir fimm marka sigur á Gummersbach. Svo fór að Kiel vann titilinn með 59 stig og jákvæðri markatölu upp á 236 mörk. Löwen fékk einnig 59 stig en var tveimur mörkum á eftir Kiel. „Þetta mótafyrirkomulag er með þeim hætti að það var verið að keppa um hvert einasta mark. Við fengum fregnir af því hvernig staðan væri hjá Kiel og Füchse Berlin, þar sem Kiel var komið sautján mörkum yfir.“ „Þetta varð að ómögulegu verkefni fyrir okkur því lið Gummerbach barðist um á hæl og hnakka gegn okkur á sama tíma og Kiel var að slátra Berlín. Þá greip um sig ákveðin örvænting hjá okkur,“ útskýrði Guðmundur. „Enginn átti von að Berlín myndi tapa svona stórt þó svo að ég væri búinn að undirbúa mig fyrir hvað sem er.“ „Menn voru algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn. Ég hef sjaldan séð annað eins. Menn felldu mörg og stór tár inni í klefa. Á bak við svona lagað liggur gríðarleg vinna og það er ekki hægt að lýsa því í orðum þegar þetta hleypur í burtu frá mönnum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. Guðmundur hefur gagnrýnt mótafyrirkomulagið í Þýskalandi en Kiel varð meistari um helgina eftir að hafa unnið stórsigur á Füchse Berlin á heimavelli. Löwen var með betra markahlutfall fyrir lokaumferðina en missti Kiel upp fyrir sig þrátt fyrir fimm marka sigur á Gummersbach. Svo fór að Kiel vann titilinn með 59 stig og jákvæðri markatölu upp á 236 mörk. Löwen fékk einnig 59 stig en var tveimur mörkum á eftir Kiel. „Þetta mótafyrirkomulag er með þeim hætti að það var verið að keppa um hvert einasta mark. Við fengum fregnir af því hvernig staðan væri hjá Kiel og Füchse Berlin, þar sem Kiel var komið sautján mörkum yfir.“ „Þetta varð að ómögulegu verkefni fyrir okkur því lið Gummerbach barðist um á hæl og hnakka gegn okkur á sama tíma og Kiel var að slátra Berlín. Þá greip um sig ákveðin örvænting hjá okkur,“ útskýrði Guðmundur. „Enginn átti von að Berlín myndi tapa svona stórt þó svo að ég væri búinn að undirbúa mig fyrir hvað sem er.“ „Menn voru algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn. Ég hef sjaldan séð annað eins. Menn felldu mörg og stór tár inni í klefa. Á bak við svona lagað liggur gríðarleg vinna og það er ekki hægt að lýsa því í orðum þegar þetta hleypur í burtu frá mönnum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00
Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30
Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52
Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45