Viðskipti innlent

Lokahátið Startup Energy Reyjavik í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Georsion er meðal fyrirtækjanna sem kynna hugmydir sínar í dag.
Georsion er meðal fyrirtækjanna sem kynna hugmydir sínar í dag. MYND/SER
Lokahátið viðskiptahraðalsins Startup Energy Reykjavik fer fram í höfuðstöðvum Arion banka í dag.

Viðskiptahraðall er íslensk þýðing á enska hugtakinu „Business accelerator“ en hugmyndafræðin að baki viðskiptahraðli sem þessum er að hraða ferlinu sem fyrirtæki ganga í gegnum við að koma vöru eða þjónustu á markað.

Sjö fyrirtæki kynna hugmyndir sínar frammi fyrir fjárfestum í von um fjárfestingu. Fyrirtækin sem um ræðir eru öll í orkutengdum iðnaði en þau vinna m.a. með vindorku, jarðvarma, fallvötn, álframleiðslu, varma sjávar o.fl.



Dagskráin hefst klukkan 09:30 með setningarræðu Freys Þórissonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Arion banka og munu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Hörður Arnason forstjóri Landsvirkjunar flytja ræður að henni lokinni.

Bakhjarlar SER eru Arion banki, Landsvirkjun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og GEORG en framkvæmd og skipulagning er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal.

Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna hugmyndir sínar á eftir má nálgast á heimasíðu Startup Energy Reykjavik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×