Sigmundur ósammála Bjarna um sölu Landsvirkjunar 28. maí 2014 11:03 Forsætisráðherra ósammála fjármálaráðherra um sölu á hlut Landsvirkjunar visir/valli/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“ Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent